Einar Þór Jónsson (Berjanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Þór Jónsson frá Berjanesi, húsasmíðameistari fæddist þar 30. nóvember 1934.
Foreldrar hans voru Jón Einarsson verkamaður, smiður, f. 13. júní 1895 að Fljótakróki í Meðallandi, V.-Skaft., d. 27. nóvember 1989, og kona hans Ólöf Friðfinnsdóttir frá Borgum í Vopnafirði, húsfreyja, f. þar 11. desember 1901, d. 5. nóvember 1985.

Börn Ólafar og Jóns:
1. Elísa Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1925 í Berjanesi, d. 30. janúar 2018. Fyrrum sambúðarmaður hennar Sigurgeir Ólafsson, (Siggi Vídó). Maður hennar Jón Ingvaldur Hannesson.
2. Guðrún Ólína Jónsdóttir, f. 24. febrúar 1927 í Berjanesi, d. 14. mars 1927.
3. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 10. apríl 1928 í Berjanesi, d. 29. júlí 2018. Maður hennar Ernst Backman, látinn.
4. Gunnar Sveinbjörn Jónsson húsasmíðameistari, f. 7. október 1931 í Berjanesi, d. 27. október 2018. Kona hans Guðrún Bergsdóttir, látin.
5. Einar Þór Jónsson húsasmíðameistari, um skeið á Seyðisfirði, f. 30. nóvember 1934 í Berjanesi. Kona hans Erla Blöndal, látin.

Einar Þór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1951, lærði húsasmíði hjá Jóni Hannessyni mági sínum og fékk meistarabréf.
Hann var sjómaður í Eyjum í fjögur ár, vann við smíðar í Reykjavík og á Seyðisfirði 1971 til 1991, er hann flutti til Reykjavíkur.
Þau Erla giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Reykjavík og á Seyðisfirði.
Erla lést 2017. Einar dvelur nú á Dalbraut í Reykjavík.

I. Kona Einars Þórs var Guðleif Erla Theodórsdóttir Blöndal frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 26. nóvember 1943, d. 10. mars 2017. Kjörforeldrar hennar voru Theodór Ágústsson Blöndal, f. 24. október 1901, d. 7. febrúar 1971, og kona hans Hólmfríður Emilía Antonsdóttir Blöndal húsfreyja, f. 6. mars 1897, d. 12. febrúar 1987.
Börn þeirra:
1. Theodór Blöndal Einarsson flugmaður, f. 8. mars 1965. Kona hans er Fanney Friðriksdóttir.
2. Jón Einarsson flugmaður, f. 13. febrúar 1966. Kona hans Þóra Þráinsdóttir.
3. Ingibjörg Einarsdóttir sjúkraliði í Danmörku, f. 20. október 1968, gift thailenskum manni.
4. Þórarinn Einarsson, húsasmiður, iðnfræðingur í Noregi, f. 10. febrúar 1973. Kona hans Þrúður María Hjartardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.