Gunnar Jónsson (Berjanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Sveinbjörn Jónsson.

Gunnar Sveinbjörn Jónsson frá Berjanesi við Faxastíg 20, húsasmíðameistari fæddist þar 7. október 1931 og lést 27. október 2018.
Foreldrar hans voru Jón Einarsson verkamaður, smiður, f. 13. júní 1895 að Fljótakróki í Meðallandi, V.-Skaft., d. 27. nóvember 1989, og kona hans Ólöf Friðfinnsdóttir frá Borgum í Vopnafirði, húsfreyja, f. þar 11. desember 1901, d. 5. nóvember 1985.

Börn Ólafar og Jóns:
1. Elísa Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1925 í Berjanesi, d. 30. janúar 2018. Fyrrum sambúðarmaður hennar Sigurgeir Ólafsson, (Siggi Vídó). Maður hennar Jón Ingvaldur Hannesson.
2. Guðrún Ólína Jónsdóttir, f. 24. febrúar 1927 í Berjanesi, d. 14. mars 1927.
3. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 10. apríl 1928 í Berjanesi, d. 29. júlí 2018. Maður hennar Ernst Backman, látinn.
4. Gunnar Sveinbjörn Jónsson húsasmíðameistari, f. 7. október 1931 í Berjanesi, d. 27. október 2018. Kona hans Guðrún Bergsdóttir, látin.
5. Einar Þór Jónsson húsasmíðameistari, um skeið á Seyðisfirði, f. 30. nóvember 1934 í Berjanesi. Kona hans Erla Blöndal, látin.

Gunnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var tvo vetur í Gagnfræðaskólanum.
Gunnar lærði húsasmíði, fékk meistararéttindi. Hann vann við iðn sína, var með sjálfstæðan rekstur meginhluta starfsævi sinnar.
Þau Guðrún giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Kópavogi og Garðabæ, síðast á Garðatorgi 4b.
Guðrún lést í ágúst 2018 og Gunnar í október 2018.

I. Kona Gunnars, (5. mars 1955), var Guðrún Bergsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, geislafræðingur, f. 11. apríl 1933 í Reykjavík, d. 25. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru Bergur Ársæll Arnbjörnsson bifreiðaeftirlitsmaður, umboðsmaður, f. 17. ágúst 1901, d. 5. janúar 1993, og kona hans Sara Ólafsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1902, d. 18. desember 1976.
Börn þeirra:
1. Sara Gunnarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 3. apríl 1956. Maður hennar Þorkell Jóhannsson.
2. Bergur Gunnarsson húsasmíðameistari, f. 15. maí 1957. Kona hans Hrönn Arnardóttir.
3. Ólöf Gunnarsdóttir húsfreyja, læknaritari, f. 9. ágúst 1960. Maður hennar Ragnar Þór Jörgensen.
4. Auður Gunnarsdóttir húsfreyja, heilbrigðisritari, myndlistarkona, f. 20. september 1963. Maður hennar Gunnar Magnússon.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 25. ágúst 2018. Minning Guðrúnar, og 19. nóvember 2018. minning Gunnars.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.