Þuríður Elíasdóttir (Berjanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Elíasdóttir frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja fæddis þar 3. september 1870 og lést 10. febrúar 1948 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Elías Gissurarson bóndi, f. 4. desember 1843 á Syðri-Steinsmýri, d. 29. maí 1920 í Þykkvabæ í Álftaveri, og kona hans Gyðríður Þórhalladóttir húsfreyja, f. 30. desember 1848 í Mörk á Síðu, d. 27. maí 1941 í Reykjavík.

Þuríður var með foreldrum sínum í æsku, á Syðri-Steinsmýri til 1891, var vinnukona á Hörgslandi á Síðu 1891-1893, gift kona í Ásgarði í Landbroti 1893-1895, húsfreyja í Fljótskróki í Meðallandi 1895-1902, húskona á Kársstöðum í Landbroti 1902-1905, húsfreyja á Fossi í Mýrdal 1905-1919. Hún var hjá syni sínum þar 1919-1922.
Þuríður fór til Eyja 1922, var þar hjá Jóni Einarssyni, syni sínum, og Ólöfu konu hans til 1933, er hún og Einar fluttu til dóttur sinnar í Reykjavík.
Þau Einar giftu sig 1892, eignuðust sex börn.
Einar lést 1942 og Þuríður 1948.

I. Maður Þuríðar, (20. júní 1892), var Einar Einarsson bóndi, f. 18. mars 1862, d. 19. apríl 1942.
Börn þeirra:
1. Elías Einarsson bóndi á Norður-Fossi í Mýrdal, f. 9. júní 1893, d. 23. janúar 1922. Kona hans Sigríður Vigfúsdóttir.
2. Gyðríður Einarsdóttir vinnukona, húsfreyja, f. 29. maí 1894, d. 27. september 1962. Maður hennar Páll Guðbrandsson.
3. Jón Einarsson verkamaður, smiður, f. 13. júní 1895, d. 27. nóvember 1989. Kona hans Ólöf Friðfinnsdóttir.
4. Þórarinn Einarsson, (Tóti í Berjanesi), sjómaður, verkamaður, f. 18. mars 1897, d. 28. september 1983.
5. Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1901, d. 1. apríl 1934. Maður hennar, skildu, Árni Gíslason.
6. Halla Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 2. febrúar 1903, d. 11. janúar 1998. Barnsfaðir hennar Þórður Ingiberg Björnsson. Maður hennar Þorleifur Sigurbrandsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.