Ólafur Vestmann
Ólafur Guðmundsson Vestmann sjómaður á Boðaslóð 3 fæddist 25. desember 1906 á Strönd og lést 15. apríl 1970.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson Vestmann sjómaður, síðar bátsformaður á Fáskrúðsfirði, f. 3. febrúar 1886 í Reykjavík, d. 3. júní 1982 og Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1889, d. 22. nóvember 1948.
Fósturforeldrar Ólafs voru Þorsteinn Ólafsson bóndi í Háagarði, síðar á Kirkjubæ, og kona hans Ingibjörg Hjörleifsdóttir húsfreyja, síðar á Kirkjubæ.
Börn Þórunnar og Guðmundar Vestmanns í Eyjum:
1. Ólafur Guðmundsson Vestmann sjómaður, f. 25. desember 1906 á Strönd, d. 15. apríl 1970.
2. Ottó Guðmundsson Vestmann, síðar sjómaður á Fáskrúðsfirði, f. 10. október 1908 í London, d. 16. júní 1991.
Börn Þórunnar og Sveins Ottós Sigurðssonar:
3. Sigurður Sveinsson, f. 25. janúar 1914, d. 27. nóvember 1914.
4. Sveinlaug Halldóra Sveinsdóttir húsfreyja í Sandgerði, f. 8. mars 1918, d. 29. janúar 1992.
5. Karólína Ágústa Sveinsdóttir húsfreyja á Kalmanstjörn, f. 19. nóvember 1919, d. 26. júní 1984.
6. Sveinbarn, f. 12. október 1921, d. 16. október 1921.
Ólafur var með foreldrum sínum í Steinholti 1907, faðir hans húsmaður og móðir hans ,,hs kona“ (hans kona). Hann var með þeim og Ottó bróður sínum í Grafarholti 1908 og 1909.
Þórunn móðir hans var með foreldrum sínum á Eskifirði 1910.
Ólafur var í fóstri hjá Þorsteini Ólafssyni og Ingibjörgu Hjörleifsdóttur í Háagarði 1910 og hjá þeim á Kirkjubæ 1918, en fór að Vallnatúni u. Eyjafjöllum 1919 og var skólabarn í Vallnatúni u. Eyjafjöllum 1920.
Hann sneri til Eyja eftir um 10 ára dvöl u. Eyjafjöllum, varð sjómaður á ýmsum bátum, oftast matsveinn, lengst á Ísleifi VE 63, um 20 ár. Hann hætti sjómennsku 1967.
Þau Þorbjörg bjuggu ógift í Langa-Hvammi 1933 við fæðingu Theodórs, við fæðingu Sigurveigar Þóreyjar 1935, en þau misstu hana þriggja og hálfs mánaðar gamla. Þau voru á Kalmanstjörn við fæðingu Snorra Sigurvins 1938, bjuggu á Skjaldbreið 1940 og eignuðust Inga Stein þar 1942.
Þau voru komin á Boðaslóð 3 við fæðingu Ellenar Margrétar 1943 og bjuggu þar síðan.
Þorbjörg lést 1960 og Ólafur 1970.
I. Kona Ólafs, (26. október 1940), var Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1905, d. 10. febrúar 1960.
Börn þeirra:
1. Theodór Snorri Ólafsson, Bessahrauni 6, sjómaður, vélstjóri, f. 14. maí 1933 í Langa-Hvammi. Kona hans er Margrét Eiríka Sigurbjörnsdóttir.
2. Sigurveig Þórey Ólafsdóttir, f. 30. mars 1935 í Langa-Hvammi, d. 17. júlí 1935.
3. Snorri Sigurvin Ólafsson sjómaður, síðar í Hveragerði, f. 10. ágúst 1938. Fyrri kona hans var Svala Sigríður Auðbjörnsdóttir, d. 5. júlí 1991. Síðari kona er Elínborg Einarsdóttir.
4. Ingi Steinn Ólafsson, Hólagötu 24, f. 22. apríl 1942 á Skjaldbreið. Kona hans er Guðný Stefanía Karlsdóttir.
5. Ellen Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1943 á Boðaslóð 3. Maður hennar Guðmundur Karl Guðfinnsson.
6. Þór Guðlaugur Ólafsson sjómaður, f. 29. október 1947 á Boðaslóð 3. Kona hans er Margrét Sigurbergsdóttir.
Barn Þorbjargar og stjúpbarn Ólafs var
7. Rósa Guðmunda Snorradóttir húsfreyja, f. 3. september 1927, d. 24. júlí 2015. Maður hennar var Hilmar Rósmundsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970. Minning látinna.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Sjómenn
- Matsveinar
- Fólk fætt á 20. öld
- Fólk dáið á 20. öld
- Íbúar á Strönd
- Íbúar við Miðstræti
- Íbúar í Steinholti
- Íbúar í Grafarholti
- Íbúar í Háagarði
- Íbúar á Kirkjubæ
- Íbúar í Langa-Hvammi
- Íbúar á Kalmanstjörn
- Íbúar á Skjaldbreið
- Íbúar við Boðaslóð
- Íbúar við Austurveg
- Íbúar við Kirkjuveg
- Íbúar við Vestmannabraut
- Íbúar við Urðaveg