Ellen Margrét Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ellen Margrét Ólafsdóttir.

Ellen Margrét Ólafsdóttir frá Boðaslóð 3, húsfreyja, fiskverkakona fæddist þar 15. desember 1943 og lést 8. apríl 2022 á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi..
Foreldrar hennar voru Ólafur Vestmann sjómaður, f. 25. desember 1906 á Strönd við Miðstræti 9a, d. 15. apríl 1970, og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1905 í Reykjavík, d. 10. febrúar 1960.

Barn Þorbjargar:
1. Rósa Guðmunda Snorradóttir húsfreyja, f. 3. september 1927 í Drangey við Kirkjuveg 84, d. 24. júlí 2015. Maður hennar, (skildu), var Hilmar Rósmundsson.
Börn Þorbjargar og Ólafs:
1. Theodór Snorri Ólafsson, Bessahrauni 6, sjómaður, vélstjóri, f. 14. maí 1933 í Langa-Hvammi. Kona hans er Margrét Eirikka Sigurbjörnsdóttir.
2. Sigurveig Þórey Ólafsdóttir, f. 30. mars 1935 í Langa-Hvammi, d. 17. júlí 1935.
3. Snorri Sigurvin Ólafsson sjómaður, síðar í Hveragerði, f. 10. ágúst 1938 á Kalmanstjörn. Fyrri kona hans var Svala Sigríður Auðbjörnsdóttir, d. 5. júlí 1991. Síðari kona er Elínborg Einarsdóttir.
4. Ingi Steinn Ólafsson, f. 22. apríl 1942 á Skjaldbreið. Kona hans Guðný Stefanía Karlsdóttir.
5. Ellen Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1943 á Boðaslóð 3. Maður hennar er Guðmundur Karl Guðfinnsson.
6. Þór Guðlaugur Vestmann Ólafsson sjómaður, f. 29. október 1947 á Boðaslóð 3. Kona hans er Margrét Sigurbergsdóttir.

Ellen var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann í Vinnslustöðinni frá æskuskeiði, en hjá Meitlinum í Þorlákshöfn 1975-1981. Hún vann í blómabúð í Garðabæ í nokkur ár, en keypti síðan verslunina og rak í nokkur ár, seldi hana og vann hjá Póstinum. Þar starfaði hún meðan heilsa leyfði.
Ellen var virkur félagi í Foreldrafélagi Tjaldanesheimilisins, félagi í Kvenfélagi Þorlákshafnar og Kvenfélagiinu Heimaey og Sinawik í Reykjavík.
Þau Guðmundur Karl giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Boðaslóð 3 til Goss 1973, en fluttu þá til lands, bjuggu á fjórum stöðum, en fluttu í Kléberg 4 í Þorlákshöfn í lok árs 1974 og í Blikanes í Garðabæ fluttu þau 1981. Þar bjó Ellen, en flutti síðan á Flúðir og bjó þar síðan.
Ellen lést 2022.

I. Maður Ellenar Margréta, (4. apríl 1961), er Guðmundur Karl Guðfinnsson frá Herðubreið við Heimagötu 28, skipstjóri, f. 8. janúar 1941.
Börn þeirra:
1. Ólafur Guðmundsson vistmaðuir í Tjaldanesi, f. 22. október 1959.
2. Olga Lind Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1963. Maður hennar Eiríkur Ágústsson.
3. Valný Björg Guðmundsdóttir, f. 31. desember 1971. Maður hennar Karl Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.