Rósa Snorradóttir
Rósa Guðmunda Snorradóttir húsfreyja fæddist 3. september 1927 í Drangey, Kirkjuvegi 84 og lést 24. júlí 2015 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Snorri Guðmundsson bóndi á Brekkum í Mýrdal, f. 21. ágúst 1902, d. 11. október 1929 á Brekkum, og bústýra hans Þorbjörg Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja á Boðaslóð 3, f. 29. ágúst 1905 í Kasthúsum í Reykjavík, d. 10. febrúar 1960.
Börn Þorbjargar og Ólafs Vestmanns:
1. Theodór Snorri Ólafsson, Bessahrauni 6, sjómaður, vélstjóri, f. 14. maí 1933 í Langa-Hvammi, d. 16. september 2020.. Kona hans er Margrét Eiríka Sigurbjörnsdóttir.
2. Sigurveig Þórey Ólafsdóttir, f. 30. mars 1935 í Langa-Hvammi, d. 17. júlí 1935.
3. Snorri Sigurvin Ólafsson sjómaður, síðar í Hveragerði, f. 10. ágúst 1938. Fyrri kona hans var Svala Sigríður Auðbjörnsdóttir, d. 5. júlí 1991. Síðari kona er Elínborg Einarsdóttir.
4. Ingi Steinn Ólafsson, Hólagötu 24, f. 22. apríl 1942 á Skjaldbreið. Kona hans er Guðný Stefanía Karlsdóttir.
5. Ellen Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1943 á Boðaslóð 3. Maður hennar Guðmundur Karl Guðfinnsson.
6. Þór Guðlaugur Ólafsson sjómaður, f. 29. október 1947 á Boðaslóð 3. Kona hans er Margrét Sigurbergsdóttir.
Barn Þorbjargar og stjúpbarn Ólafs var
7. Rósa Guðmunda Snorradóttir húsfreyja, f. 3. september 1927, d. 24. júlí 2015. Maður hennar var Hilmar Rósmundsson.
Rósa var með móður sinni í Eyjum í september 1927 og fluttist
með henni til föður síns á Brekkum í Mýrdal á því ári.
Hún missti föður sinn 1929, var með ekkjunni móður sinni á Brekkum til 1930, er þær fluttu til Eyja.
Þær bjuggu á Borgarhól, Kirkjuvegi 11 1930.
Hún var með móður sinni og Ólafi Vestmann í Langa-Hvammi 1933 og enn 1935, á Kalmanstjörn, Vestmannabraut 3 1938, á Skjaldbreið, Urðavegi 36 við giftingu þeirra 1940.
Þau voru komin á Boðaslóð 3 1943 og þar ólst Rósa upp síðan.
Hún tók virkan þátt í ýmsum félagsmálum, var t.d. einn af stofnendum Vorsins, styrktarfélags þroskaheftra.
Þau Hilmar giftu sig 1950, eignuðust tvö kjörbörn. Þau bjuggu í fyrstu á Boðaslóð 3, þá á Brimhólabraut 30 og áttu þar heimili við Gos, síðar á Illugagötu 58.
Þau skildu 1986.
Rósa keypti hæð í Löngumýri í Garðabæ og bjó þar, en var að síðustu á Vífilsstöðum.
Rósa lést 2015.
I. Maður Rósu, (24. október 1950, skildu), var Hilmar Rósmundsson skipstjóri, útgerðarmaður, varaþingmaður, f. 16. október 1925, d. 10. október 2018.
Börn þeirra:
1. Hafdís Björg Hilmarsdóttir, kjörbarna, húsfreyja, f. 29. júní 1953. Fyrri maður hennar var Helgi Vilberg Sæmundsson. Sambýlismaður er Gottskálk Ágúst Guðjónsson.
2. Sædís María Hilmarsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1960. Maður hennar er Guðlaugur Sigurgeirsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 8. ágúst 2015. Minning
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.