Indlaug Björnsdóttir
Indlaug Gróa Valgerður Björnsdóttir frá Norður-Gerði, húsfreyja, verkakona, sjúkrahússstarfsmaður fæddist 23. febrúar 1910 og lést 9. nóvember 1990.
Foreldrar hennar voru Björn Eiríkur Jónsson sjómaður, bóndi, útgerðarmaður, formaður, f. 16. desember 1884 í Stóra-Gerði, d. 30. apríl 1979, og fyrri kona hans Hallbera Valgerður Illugadóttir húsfreyja, f. 28. október 1888 á Grjóti í Garðasókn, Gull., d. 14. nóvember 1934.
Börn Hallberu og Björns:
1. Guðbjörg Árný Björnsdóttir, f. 31. desember 1907, d. 18. maí 1921.
2. Indlaug Gróa Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1910, d. 9. nóvember 1990.
3. Jón Björnsson sjómaður, síðast í Hafnarfirði, f. 18. janúar 1913, d. 6. desember 1999.
4. Guðbjörn Árni Björnsson matsveinn á Selfossi, síðast á Seltjarnarnesi, f. 7. október 1923, d. 5. maí 1982.
Indlaug var með foreldrum sínum í æsku, var um skeið í Reykjavík kringum 1930.
Hún vann við fiskverkun, sauma, ræstingar. Þá vann hún lengi á Sjúkrahúsinu við almenn störf og síðan við ummönnun sjúkra.
Þau Jón bjuggu í Gerði 1931 við fæðingu fyrsta barns síns, sem lést tveggja daga gamalt. Þau bjuggu á Lágafelli 1933 við fæðingu Svans, voru komin að Nýjalandi við Heimagötu 26 1935 og bjuggu þar meðan bæði héldu lífi.
Jón lést 1943.
Indlaug bjó í Nýjalandi um skeið með börnum sínum. Hún bjó með þeim á Þingvöllum 1949, síðan á Sólvangi við Kirkjuveg 29. Hún bjó hjá Svani og Ingibjörgu á Sóleyjargötu 7 1972, á Faxastíg 13 (Tommahúsi) eftir Gos og bjó þar 1979, á Sóleyjargötu 1 hjá Svani og Ingibjörgu 1986.
Indlaug dvaldi að síðustu í Hraunbúðum. Hún lést 1990.
I. Sambýlismaður Indlaugar var Jón Ólafur Gestsson frá Pálshúsi á Stokkseyri, verkamaður, sjómaður, f. 7. október 1909, d. 10. ágúst 1943.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. 20. maí 1931, d. 22. maí 1931.
2. Svanur Jónsson vélvirki, vélstjóri, f. 19. janúar 1933 á Lágafelli við Vestmannabraut 10, d. 13. desember 2023.
3. Hallbera Valgerður Jónsdóttir, f. 4. október 1941 á Nýjalandi við Heimagötu 26.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Þjóðskrá 1986.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Húsfreyjur
- Verkakonur
- Sjúkrahússstarfsmenn
- Fólk fætt á 20. öld
- Fólk dáið á 20. öld
- Íbúar í Gerði
- Íbúar á Lágafelli
- Íbúar á Nýjalandi
- Íbúar á Þingvöllum
- Íbúar á Sólvangi
- Íbúar við Sóleyjargötu
- Íbúar í Tommahúsi
- Íbúar í Hraunbúðum
- Íbúar við Vestmannabraut
- Íbúar við Heimagötu
- Íbúar við Njarðarstíg
- Íbúar við Kirkjuveg
- Íbúar við Faxastíg
- Íbúar við Dalhraun