Jón Björnsson (Gerði)
Jón Björnsson frá Norður-Gerði, sjómaður, verkamaður, starfsmaður á Grafskipinu fæddist 18. janúar 1913 og lést 6. desember 1999 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hans voru Björn Eiríkur Jónsson sjómaður, bóndi, útgerðarmaður, formaður, f. 16. desember 1884 í Stóra-Gerði, d. 30. apríl 1979, og fyrri kona hans Hallbera Valgerður Illugadóttir húsfreyja, f. 28. október 1888 á Grjóti í Garðasókn, Gull., d. 14. nóvember 1934.
Börn Hallberu og Björns:
1. Guðbjörg Árný Björnsdóttir, f. 31. desember 1907, d. 18. maí 1921.
2. Indlaug Gróa Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1910, d. 9. nóvember 1990.
3. Jón Björnsson sjómaður, síðast í Hafnarfirði, f. 18. janúar 1913, d. 6. desember 1999.
4. Guðbjörn Árni Björnsson matsveinn á Selfossi, síðast á Seltjarnarnesi, f. 7. október 1923, d. 5. maí 1982.
Börn Björns með Brynheiði Ketilsdóttur, síðari konu sinni:
5. Hallberg Björnsson, f. 17. maí 1940, d. 25. september 1971.
6. Arnfríð Heiðar Björnsson, f. 7. júlí 1947, d. 28. apríl 2008.
7. Guðlaugur Grétar Björnsson, f. 1. júní 1950, d. 7. desember 2020.
Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann gerðist sjómaður 14 ára, er hann fór með Jóni Magnúsi Tómassyni til veiða á trillu frá Bakkafirði.
Síðar var Jón með Guðjóni
Tómassyni frá Gerði á Fylki VE 14.
Þá vann hann við skipaafgreiðslu Tómasar í Höfn.
Níu vetraravertíðir reri Jón á sama bátnum samfellt og var alltaf sami mannskapur þar um borð, en
þetta var Lundi VE 141. Formaður var Þorgeir Jóelsson.
Þegar Stokkseyrarferðir fluttu fólk og vörur milli lands og Eyja á árunum
1940 til 1954 var Jón með Sigurjóni Ingvarsyni á Gísla J. Johnsen í þessum sumarflutningum.
Síðast starfaði Jón á Grafskipinu Vestmannaey.
Jón vann björgunarstörf í Heimaeyjargosinu.
Eftir flutning til Hafnarfjarðar vann Jón hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar til starfsloka sjötugur.
Þau Oddný giftu sig 1940, eignuðust þrú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Norður-Gerði, síðan í Víðidal við Vestmannabraut 33 og síðast á Nýjalandi við Heimagötu 26. Þau fluttu til Hveragerðis og síðan í Hafnarfjörð, bjuggu á Heiðvangi 1.
Jón lést 1999 og Oddný 2007.
I. Kona Jóns, (29. desember 1940), var Oddný Larsdóttir frá Útstekk í Helgustaðahreppi við Reyðarfjörð, húsfreyja, f. 2. október 1916, d. 23. desember 2007.
Börn þeirra:
1. Hlöðver Björn Jónsson, f. 25. júlí 1935, d. 8. apríl 1997.
2. Ólöf Lára Jónsdóttir, f. 23. júní 1945.
3. Jakobína Bára Jónsdóttir, f. 12. apríl 1949.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 16. desember 1999. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.