Sigurður Jónsson (Engey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. mars 2020 kl. 13:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2020 kl. 13:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurður Jónsson (Engey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Jónsson í Engey.

Sigurður Jónsson frá Engey, sjómaður, véstjóri, útgerðarmaður fæddist 9. júlí 1919 á Sperðli í Landeyjum og lést 23. september 2003 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Sperðli, síðan verkamaður, smiður í Engey, f. 14. júní 1887, d. 25. september 1951, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1885, d. 22. september 1972.

Börn Jóns og Sigríðar í Engey:
1. Helga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 18. september 1917 á Sperðli í Landeyjum, d. 5. mars 1990.
2. Sigurður Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júlí 1919 á Sperðli í Landeyjum, d. 23. desember 2003.
3. Stefán Jónsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 15. ágúst 1920 á Sperðli í Landeyjum, d. 28. ágúst 1969.
4. Gísli Svavar Jónsson sjómaður, f. 21. september 1922 Ofanleiti, fórst með v.b. Ófeigi VE-217 1. mars 1942.
5. Sigurjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. október 1923 í Eyjum, d. 8. október 1991.
6. Ingunn Svala Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990.
7. Guðrún Ísleif Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 13. október 1929, d. 1. janúar 1987.


ctr


Jón Jónsson, k. h. Sigríður Sigurðardóttir og börn þeirra eru
frá v. í aftari röð: Sigurður Jónsson, Stefán Jónsson, Helga Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson og Gísli Jónsson sem fórst með m/b Ófeigi 1942.
Fremri röð frá v. Guðrún Ísleif Jónsdóttir, Jón og Sigríður og Ingunn Svala Jónsdóttir.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, á Sperðli til 1921, en fluttist þá með þeim til Eyja.
Hann var ,,í sveit“ á sumrin í Landeyjum og Mýrdal til 17 ára aldurs.
Sigurður var sjómaður, háseti, vélstjóri og útgerðarmaður. Hann byrjaði sinn sjómannsferil á Vini VE 17 með mági sínum Einari Hannessyni (Einari á Brekku), endaði hann árið 1975 með syni Einars, Gísla Val á Sigurfaranum. Hann reri með mörgum góðum aflakóngum og á síldarárunum, m.a. á Gulltoppi og Haföldu með Binna í Gröf. Sigurður og Sigurjón (Sjonni í Engey) bróðir hans áttu Björgvin VE 72 og gerðu hann út í fimm ár.
Sigurður vann að síðustu í Vinnslustöðinni.
Þau Kristborg giftu sig 1945, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra nýfætt og annað á áttunda ári sínu.
Þau bjuggu á Brekku við Faxastíg 4, síðar á Hásteinsvegi 53.

I. Kona Sigurðar, (16. desember 1945), var Kristborg Jónsdóttir frá Meðalfelli í Nesjum, A-Skaft., f. 4. maí 1919, d. 7. desember 2002.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 1944, d.1944.
2. Ægir Sigurðsson sjómaður, matsveinn, f. 10. ágúst 1945, d. 20. september 2015. Kona hans Jenný Ásgeirsdóttir.
3. Arnþór Sigurðsson sjómaður, matsveinn til sjós og á Brennubæ við Reykholtt í Borgarfirði. Hann býr í Ölfusi, f. 12. desember 1949 á Brekku. Fyrrum kona hans Þóra Sigurðardóttir. Fyrrum sambýliskona hans Sigríður Kjartansdóttir, látin.
4. Guðlaug Björk Sigurðardóttir húsfreyja, vinnur í eldhúsi Víkurskóla í Vík í Mýrdal, f. 4. apríl 1952 á Brekku. Maður hennar Kristinn Ágústsson.
5. Jón Viðar Sigurðsson, f. 27. mars 1959, d. 8. september 1967.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðlaug Björk.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 4. október 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.