Kristborg Jónsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Kristborg Jónsdóttir.

Kristborg Jónsdóttir frá Meðalfelli í Nesjum, A-Skaft., húsfreyja fæddist þar 4. maí 1919 og lést 7. desember 2002 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Jón Halldórsson bóndi á Meðalfelli, f. 29. september 1888, d. 18. september 1970, og kona hans Guðlaug Björnsdóttir húsfreyja, f. 6. október 1893, d. 26. nóvember 1924.

Kristborg var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en móðir hennar lést, er Kristborg var á sjötta árinu.
Hún fluttist með föður sínum að Þórisdsal í Lóni. Hún leitaði starfa á Höfn í Hornafirði og á Seyðisfirði.
Kristborg var ráðin til heimilisstarfa í Eyjum 1938.
Hún var mikil hannyrðakona og lifa eftir hana fjöldi verka, m.a. við gráturnar í Landakirkju, helgimynd í Stafafellskirkju í Lóni og mynd af skjaldarmerkinu í Íþróttahúsi Vestmannaeyja.
Kristborg var umskeið matráðskona á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja vann við matreiðslu fyrir starfsmenn, sem unnu við björgunarstörf í Gosinu. Eftir það vann hún í eldhúsi Fiskiðjunnar og síðan í Dvalarheimili aldraðra í Eyjum. Þau Sigurður giftu sig 1945, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra nýfætt og annað á níunda ári sínu.
Þau bjuggu á Brekku við Faxastíg 4, síðar á Hásteinsvegi 53.
Kristborg lést 2002 og Sigurður 2003.

I. Maður Kristborgar, (16. desember 1945), var Sigurður Jónsson frá Engey, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júlí 1919 á Sperðli í Landeyjum, d. 23. september 2003 á Sjúkrahúsinu.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 1944, d.1944.
2. Ægir Sigurðsson sjómaður, matsveinn, f. 10. ágúst 1945, d. 20. september 2015. Kona hans Jenný Ásgeirsdóttir.
3. Arnþór Sigurðsson sjómaður, matsveinn til sjós og á Brennubæ við Reykholtt í Borgarfirði. Hann býr í Ölfusi, f. 12. desember 1949 á Brekku. Fyrrum kona hans Þóra Sigurðardóttir. Fyrrum sambýliskona hans Sigríður Kjartansdóttir, látin.
4. Guðlaug Björk Sigurðardóttir húsfreyja, vinnur í eldhúsi Víkurskóla í Vík í Mýrdal, f. 4. apríl 1952 á Brekku. Maður hennar Kristinn Ágústsson.
5. Jón Viðar Sigurðsson, f. 27. mars 1959, d. 8. september 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.