Guðlaug Björk Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Björk Sigurðardóttir frá Brekku við Faxastíg 4, húsfreyja fæddist þar 4. apríl 1952.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson frá Engey við Faxastíg 23, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júlí 1919 á Sperðli í Landeyjum, d. 23. september 2003 í Eyjum, og kona hans Kristborg Jónsdóttir frá Meðalfelli í Nesjum, A.-Skaft., f. 4. maí 1919, d. 7. desember 2002 í Eyjum.

Börn Kristborgar og Sigurðar:
1. Drengur, f. 1944, d.1944.
2. Ægir Sigurðsson sjómaður, matsveinn, f. 10. ágúst 1945, d. 20. september 2015. Kona hans Jenný Ásgeirsdóttir.
3. Arnþór Sigurðsson sjómaður, matsveinn til sjós og á Brennubæ við Reykholt í Borgarfirði. Hann býr í Ölfusi, f. 12. desember 1949 á Brekku. Fyrrum kona hans Þóra Sigurðardóttir. Fyrrum sambýliskona hans Sigríður Kjartansdóttir, látin.
4. Guðlaug Björk Sigurðardóttir húsfreyja, vinnur í eldhúsi Víkurskóla í Vík í Mýrdal, f. 4. apríl 1952 á Brekku. Maður hennar Kristinn Ágústsson.
5. Jón Viðar Sigurðsson, f. 27. mars 1959, d. 8. september 1967.

Guðlaug Björk var með foreldrum sínum.
Hún vann í eldhúsi Víkurskóla í Mýrdal.
Þau Kristinn giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Guðlaugar Bjarkar, (31. desember 1972), er Kristinn Ágústsson frá Jórvík í Álftaveri, bifreiðastjóri, f. 30. október 1947. Foreldrar hans voru Ágúst Guðmundsson skipstjóri í Keflavík, f. 29. ágúst 1907 á Eyrarbakka, d. 27. september 1985, og Kristín Bárðardóttir, f. 7. ágúst 1906, d. 30. október 1947.
Börn þeirra:
1. Sigurborg Kristinsdóttir, f. 21. apríl 1974 í Rvk.
2. Ágúst Kristinsson, f. 18. apríl 1977 í Rvk.
3. Sara Lind Kristinsdóttir, f. 27. febrúar 1991 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.