Helga Jóna Jónsdóttir (Engey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Jóna Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, verkakona fæddist 18. september 1917 á Sperðli í Landeyjum og lést 5. mars 1990.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson verkamaður, smiður í Engey, f. 14. júní 1887, d. 25. september 1951, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1885, d. 22. september 1972.

Börn Jóns og Sigríðar í Engey:
1. Helga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 18. september 1917 á Sperðli í Landeyjum, d. 5. mars 1990.
2. Sigurður Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júlí 1919 á Sperðli í Landeyjum, d. 23. desember 2003.
3. Stefán Jónsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 15. ágúst 1920 á Sperðli í Landeyjum, d. 28. ágúst 1969.
4. Gísli Svavar Jónsson sjómaður, f. 21. september 1922 á Ofanleiti, fórst með v.b. Ófeigi VE-217 1. mars 1942.
5. Sigurjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. október 1923 í Eyjum, d. 8. október 1991.
6. Ingunn Svala Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990.
7. Guðrún Ísleif Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 13. október 1929, d. 1. janúar 1987.


ctr


Jón Jónsson, k. h. Sigríður Sigurðardóttir og börn þeirra eru
frá v. í aftari röð: Sigurður Jónsson, Stefán Jónsson, Helga Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson og Gísli Jónsson sem fórst með m/b Ófeigi 1942.
Fremri röð frá v. Guðrún Ísleif Jónsdóttir, Jón og Sigríður og Ingunn Svala Jónsdóttir.

Helga var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim úr Landeyjum til Eyja 1921.
Þau Einar giftu sig 1935, bjuggu á Hvoli við fæðingu Arnar Viðars 1936 og enn 1940. Þau voru komin á Brekku við fæðingu Gísla Vals 1943 og bjuggu þar síðan.
Helga lést 1990 og Einar 1999.

I. Maður Helgu, (21. desember 1935), var Einar Hannesson vélstjóri, skipstjóri, stýrimaður, verkstjóri frá Hvoli, f. 27. júní 1913, d. 23. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Örn Viðar Einarsson bifreiðastjóri, f. 23. desember 1936 á Hvoli.
2. Gísli Valur Einarsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. janúar 1943 á Brekku.
3. Sigríður Mjöll Einarsdóttir verkakona, húsfreyja, bóndi á Breiðabólstað í Vesturhópi og í Eyjum í Breiðdal, S.-Múl., f. 30. maí 1947 á Brekku.
4. Sævar Ver Einarsson vélvirki, húsvörður, f. 13. ágúst 1950 á Brekku.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.