Einar Kjartan Trausti Hannesson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Einar Kjartan Trausti Hannesson.

Einar Kjartan Trausti Hannesson frá Hvoli, sjómaður, skipstjóri, stýrimaður, verkstjóri fæddist 27. júní 1913 í Landkoti og lést 23. janúar 1999.
Foreldrar hans voru Hannes Hansson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 5. nóvember 1891, d. 18. júní 1974, og kona hans Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. 14. maí 1889, d. 19. apríl 1983.

Börn Hannesar og Magnúsínu voru:
1. Ögmundur Friðrik Hannesson vélstjóri, skipstjóri, umsjónarmaður, f. 16. maí 1911 í Gröf, d. 25. október 2002.
2. Guðbjörg Hannesdóttir, f. 11. janúar 1912 í Landakoti, skírð skemmri skírn, d. 31. janúar 1912.
3. Einar Kjartan Trausti Hannesson skipstjóri, stýrimaður, verkstjóri, f. 27. júní 1913 í Landkoti, d. 23. janúar 1999.
4. Hansína Hannesdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1914 í Holti í Mjóafirði eystra, d. 2. mars 2006.
5. Ottó Hannesson vélstjóri, f. 5. ágúst 1915 á Hvoli við Heimagötu, d. 26. desember 1966.
6. Ingimar Hannesson, f. 14. maí 1917, d. 25. september 1917.
7. Elías Theodór Hannesson, f. 1. júní 1918 á Hvoli við Heimagötu, d. 9. nóvember 1927.
8. Vigdís Hannesdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. desember 1919 á Hvoli við Heimagötu, d. 28. maí 2006.
9. Árni Hannesson vélstjóri, skipstjóri, f. 10. desember 1921 á Hvoli við Heimagötu, d. 4. júní 1999.
10. Andvana drengur, f. 10. mars 1926.
11. Ágúst Eiríksson Hannesson smiður, f. 2. ágúst 1927 á Hvoli við Heimagötu, d. 31.janúar 1951, fórst með flugvélinni Glitfaxa.
12. Guðbjörg Kristín Hannesdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. október 1929 á Hvoli við Heimagötu.

Einar ólst upp með foreldrum sínum.
Hann var leigjandi í Gröf 1934.
Þau Helga giftu sig 1935, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Hvoli við Urðaveg við fæðingu Arnar Viðars 1936 og enn 1940. Þau voru komin á Brekku við fæðingu Gísla Vals 1943 og bjuggu þar síðan.
Einar tók vélstjórapróf 1934, smáskipapróf 1939, var skipstjóri á Haföldu VE 7 í þrjú ár, síðan með Gottu VE 108 og Má VE 275 um skeið. Hann var lengst stýrimaður og vélstjóri hjá Benóný Friðrikssyni móðurbróður sínum.
Hann var síðast verkstjóri hjá Fiskimjölsverksmiðjunni.
Helga lést 1990. Einar bjó áfram á Brekku og lést 1999.

Kona Einars, (21. desember 1935), var Helga Jóna Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, verkakona, f. 18. september 1917, d. 5. mars 1990.
Börn þeirra:
1. Örn Viðar Einarsson bifreiðastjóri, f. 23. desember 1936 á Hvoli.
2. Gísli Valur Einarsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. janúar 1943 á Brekku.
3. Sigríður Mjöll Einarsdóttir verkakona, húsfreyja, bóndi á Breiðabólstað í Vesturhópi, f. 30. maí 1947 á Brekku.
4. Sævar Ver Einarsson vélvirki, húsvörður, f. 13. ágúst 1950 á Brekku.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Sjá einnig á Heimaslóð: Einar Hannesson (Brekku)