Gísli Jónsson (Engey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Svavar Jónsson frá Engey, sjómaður fæddist 21. september 1922 á Ofanleiti og fórst með v.b. Ófeigi VE-217 1. mars 1942.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Sperðli, síðan verkamaður, smiður í Engey, f. 14. júní 1887, d. 25. september 1951, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1885, d. 22. september 1972.

Börn Jóns og Sigríðar í Engey:
1. Helga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 18. september 1917 á Sperðli í Landeyjum, d. 5. mars 1990.
2. Sigurður Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júlí 1919 á Sperðli í Landeyjum, d. 23. desember 2003.
3. Stefán Jónsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 15. ágúst 1920 á Sperðli í Landeyjum, d. 28. ágúst 1969.
4. Gísli Svavar Jónsson sjómaður, f. 21. september 1922 á Ofanleiti, fórst með v.b. Ófeigi VE-217 1. mars 1942.
5. Sigurjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. október 1923 í Eyjum, d. 8. október 1991.
6. Ingunn Svala Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990.
7. Guðrún Ísleif Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 13. október 1929, d. 1. janúar 1987.


ctr


Jón Jónsson, k. h. Sigríður Sigurðardóttir og börn þeirra eru
frá v. í aftari röð: Sigurður Jónsson, Stefán Jónsson, Helga Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson og Gísli Jónsson sem fórst með m/b Ófeigi 1942.
Fremri röð frá v. Guðrún Ísleif Jónsdóttir, Jón og Sigríður og Ingunn Svala Jónsdóttir.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku og bjó hjá þeim enn 1942, en þá drukknaði hann, er vb. Ófeigur VE 217 fórst.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.