Jón Ólafsson (Hólmi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. febrúar 2020 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. febrúar 2020 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Ólafsson, Hólmi, var fæddur að Skarðshlíð undur Eyjafjöllum þann 7. mars árið 1892. Jón fluttist til Vestmannaeyja árið 1910 og fimm árum síðar kaupir Jón bátinn Hjalta og var formaður með hann til ársloka 1919. Þá keypti hann Ófeig og var með hann til ársloka 1934. Eftir það hætti Jón formennsku og stjórnaði útgerð sinni sem var umfangsmikil. Jón lést 21 desember 1946.



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Jón Ólafsson, útvegsbóndi, Hólmi.

Jón Ólafsson útvegsmaður á Hólmi fæddist 7. mars 1892 í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum og lést 21. desember 1946.
Faðir hans var Ólafur bóndi í Skarðshlíð, f. 23. janúar 1865, d. 14. júní 1927, Jónsson bónda á Lambafelli u. Eyjafjöllum 1870, f. 3. maí 1837 í Heiðarseli á Síðu, d. 31. júlí 1908 á Lambafelli, Jónssonar bónda í Heiðarseli á Síðu, f. 13. janúar 1802 í Arnardrangi í Landbroti, d. 16. október 1863 í Heiðarseli, Jónssonar, og konu Jóns í Heiðarseli, Ólafar húsfreyju, f. 13. mars 1802 í Heiðarseli á Síðu, d. 22. febrúar 1865 þar, Sveinsdóttur.
Móðir Ólafs í Skarðshlíð og kona Jóns á Lambafelli var Guðný húsfreyja, f. 25. nóvember 1835 í Lambafellssókn, d. 29. maí 1914, Vigfúsdóttir bónda í Efri-Mörk á Síðu, f. 18. janúar 1807 í Hlíð u. Eyjafjöllum, d. 30. maí 1866 í Efri-Mörk, Jónssonar, og konu Vigfúsar, Sigríðar húsfreyju, f. 28. apríl 1807 á Lambafelli, d. 18. apríl 1878 í Efri-Mörk, Árnadóttur.

Móðir Jóns á Hólmi og kona Ólafs í Skarðshlíð var Anna húsfreyja, f. 22. desember 1859, d. 13. janúar 1932, Skæringsdóttir bónda í Skarðshlíð, f. 1830, Árnasonar bónda í Drangshlíð 1835, f. 1800, Brandssonar, og konu Árna, Önnu húsfreyju, f. 1798, d. 17. ágúst 1868, Ólafsdóttur.
Móðir Önnu Skæringsdóttur og kona Skærings var Guðlaug húsfreyja, f. 2. janúar 1821, d. 3. september 1886, Eiríksdóttir bónda í Litla-Klofa og á Borg á Landi, f. 1766, d. 1. mars 1828, Gíslasonar, og þriðju konu Eiríks, Steinvarar húsfreyju, f. 10. mars 1792, d. 26. júlí 1863, Jónsdóttur.

Börn Önnu Skæringsdóttur og Ólafs Jónssonar í Eyjum:
1. Guðlaug Ólafsdóttir húsfreyja í Fagurhól f. 3. júní 1889, d. 27. október 1970.
2. Skæringur Ólafsson bóndi í Skarðshlíð, f. 7. desember 1890, d. 28. júlí 1984.
3. Jón Ólafsson útgerðarmaður á Hólmi, f. 7. mars 1892, d. 21. desember 1946.
Móðurfaðir þeirra, Skæringur Árnason, var ættfaðir fjölda Eyjafólks.

Jón fluttist til Eyja 1910 og var fiskaðgerðarmaður á Brekku á því ári.
Hann var útgerðarmaður og formaður á Hólmi.
Hann hætti formennsku 1934, en stjórnaði útgerð sinni eftir það.
Jón var þátttakandi í ýmsum samtökum í Eyjum, sat m.a. í stjórn Ísfélagsins, í stjórn Kaupfélagsins Fram. Einnig var hann einn af stofnendum Sparisjóðs Vestmannaeyja hins síðari.

I. Fyrri kona Jóns á Hólmi (14. október 1916, skildu) var Stefanía Einarsdóttir húsfreyja á Hólmi, f. 26. apríl 1892, d. 19. mars 1972.
Börn Jóns og Stefaníu voru:
1. Anna Ólafía Jónsdóttir húsfreyja á Blátindi við Heimagötu, f. 11. október 1917, d. 9. júlí 2007, gift Þorsteini Sigurðssyni frystihússeiganda, f. 14. nóvember 1913, d. 19. júní 1997.
2. Emilía Jónsdóttir, f. 4. maí 1919, d. 20. febrúar 1920.
3. Eygló Jónsdóttir, f. 20. september 1924, d. 29. janúar 1925.
4. Emilía Eygló Jónsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 25. október 1925, d. 5. júlí 2009, gift Guðna Kristni Gunnarssyni efnaverkfræðingi, verksmiðjustjóra hjá Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Hann var frá Brúarhúsi (Horninu, Vestmannabraut 1), f. 25. október 1925, d. 10. júlí 1984.
5. Magnús Jónsson var kjörsonur Jóns og Stefaníu. Hann var sonur Símonar Guðmundssonar og konu hans Pálínu Jóhönnu Pálsdóttur á Eyri.
6. Hjá Stefaníu og Jóni ólst upp frá barnsaldri Guðrún Sigurðardóttir, Hólmi, síðar á Blátindi, f. 7. september 1912, d. 29. janúar 1998. Hún var dóttir Sigurðar Jónssonar formanns í Fagurhól, f. 17. september 1883, sem fórst með v.b. Geysi 2. febrúar 1914, og konu hans Þórönnu Ögmundsdóttur verkalýðsfrömuðar, f. 2. desember 1874, d. 16. maí 1959.

II. Síðari kona Jóns, (1940), var Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 31. ágúst 1903, d. 21. apríl 1988.
Barn þeirra var
7. Ólafur Jónsson rafvélavirki, slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli, f. 3. nóvember 1940 á Hólmi. Kona hans Guðlaug Adolphsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.