Guðjón Guðjónsson (Sjólyst)
Guðjón Júlíus Guðjónsson frá Sjólyst, útvegsbóndi, sjómaður á Strandbergi, síðar verkamaður í Reykjavík fæddist 6. júlí 1884 í Sjólyst og lést 26. september 1952.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson formaður, hafnsögumaður, sýslunefndarmaður, f. 5. desember 1857, fórst 13. október 1896, og kona hans Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1855, d. 15. febrúar 1931.
Bróðir Guðjóns var Tómas Maríus Guðjónsson í Höfn, útgerðarmaður og kaupmaður, f. 13. janúar 1887, d. 14. júní 1958.
Guðjón var á erlendum togurum um skeið, m.a. háseti á s/s Perivie 1910, var og síðar verkamaður í slippnum í Reykjavík, bjó síðast á Laugavegi 87.
I. Barnsmóðir hans var Guðrún Gísladóttir, þá ógift í Sjólyst.
Barn þeirra var
1. Andvana stúlka, f. 11. september 1904 í Sjólyst.
II. Kona Guðjóns, (1. desember 1907), var Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1887 á Miðsitju í Miklabæjarsókn í Skagafirði, d. 2. febrúar 1919.
Börn þeirra voru:
2. Magnús Guðjón Guðjónsson rakarameistari í Keflavík, f. 31. desember 1907 í Sjólyst, d. 24. júní 1956 í Arlington í Bandaríkjunum.
3. Svava Jónfríður Guðjónsdóttir, f. 26. ágúst 1909 á Bergi 2 (síðar Strandberg), d. 18. febrúar 1911 á Strandbergi.
4. Svava Guðjónsdóttir húsfreyja í Stafnsnesi, f. 8. febrúar 1911 á Strandbergi, síðast í Reykjavík, d. 10. nóvember 1991.
5. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 12. apríl 1912 á Strandbergi, d. 26. júlí 1982.
6. Jóhann Óskar Guðjónsson verkamaður á Suðurnesjum, f. 19. september 1913 á Strandbergi, d. 5. mars 1992.
III. Barnsmóðir Guðjóns var Arndís Jónsdóttir lausakonu, var síðar ógift prjónakona í Reykjavík, f. 15. apríl 1882, d. 3. ágúst 1978.
Barn þeirra:
7. Beta Einarína Guðjónsdóttir, f. 11. september 1920 í Eyjum, d. 5. apríl 1965.
IV. Síðari kona Guðjóns, (23. nóvember 1940 í Reykjavík) var Jóhanna Einarsdóttir ekkja, áður húsfreyja á Giljum í Hvolhreppi, síðar í Reykjavík, f. 7. mars 1879, d. 26. maí 1959. Hún var áður gift Erlendi Jónssyni bónda á Giljum, en hann var bróðir
1. Kristjáns á Heiðarbrún.
Jóhanna var systir
2. Guðjóns í Breiðholti,
3. Guðna Einarssonar á Grund og
4. Gróu Einarsdóttur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hildur Oddgeirsdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.