Guðjón Guðjónsson (Strandbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Magnús Guðjón Guðjónsson.

Magnús Guðjón Guðjónsson frá Sjólyst, rakarameistari fæddist 31. desember 1907 í Sjólyst og lést 24. júní 1955.
Foreldrar hans voru Guðjón Júlíus Guðjónsson frá Sjólyst, sjómaður, útvegsbóndi, síðar málari í Reykjavík, f. 6. júlí 1884, d. 26. september 1952, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1887 á Miðsitju í Miklabæjarsókn í Skagafirði, d. 2. febrúar 1919.

Börn Guðjóns Júlíusar og Guðbjargar voru:
1. Magnús Guðjón Guðjónsson rakarameistari í Keflavík, f. 31. desember 1907 í Sjólyst, d. 24. júní 1956.
2. Svava Jónfríður Guðjónsdóttir, f. 26. ágúst 1909 á Strandbergi, d. 18. febrúar 1911 á Strandbergi.
3. Svava Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1911 á Strandbergi, síðast í Reykjavík, d. 10. nóvember 1991.
4. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 12. apríl 1912 á Strandbergi, d. 26. júlí 1982.
5. Jóhann Óskar Guðjónsson verkamaður á Suðurnesjum, f. 19. september 1913 á Strandbergi, d. 5. mars 1992.
Barnsmóðir Guðjóns var Arndís Jónsdóttir lausakonu, var síðar ógift prjónakona í Reykjavík, f. 15. apríl 1882, d. 3. ágúst 1978.
Barn þeirra:
6. Beta Einarína Guðjónsdóttir, f. 11. september 1920 í Eyjum, d. 5. apríl 1965.

Guðjón var með móður sinni á Bergi 2 (Strandbergi) 1910, en faðir hans var á s.s. Perivie.
Móðir hans lést, er hann var rúmra ellefu ára.
Hann var hjá Guðríði föðurmóður sinni í Sjólyst 1920, tökudrengur þar 1922, fósturbarn þar 1924.
Guðjón stundaði sjómennsku í æsku, lærði rakaraiðn hjá Árna Böðvarssyni rakarameistara, útgerðarmanni, var í Iðnskólanum í Eyjum 1. október 1930 til 1. janúar 1931, en það var fyrsta starfsár skólans.
Guðjón lauk sveinsprófi 1. október 1932.
Hann vann hjá meistara sínum í fyrstu, en síðan hjá Sigurði Ólafssyni í Eimskipafélagshúsinu í Reykjavík um skeið.
Guðjón opnaði fyrstu rakarastofu í Keflavík og rak hana til 1951, en vann við rakarstofu á Siglufirði á sumrin 1938-1940 og 1949-1950. Þá rak hann rakarastofu fyrir Bandaríkjaherinn á Keflavíkurflugvelli á stríðsárunum.
Hann fluttist með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna 1951 og stundaði iðn sína þar til dánardægurs.

I. Kona Guðjóns, (22. október 1933), var Katrín Hulda Júlíusdóttir Petersen húsfreyja í Arlington í Bandaríkjunum (1958), f. 22. ágúst 1911, d. 12. nóvember 1980. Foreldrar hennar voru Júlíus Snæbjörn Petersen kennari , útgerðarmaður og kjötkaupmaður í Keflavík, f. 21. desember 1871, d. 8. ágúst 1946, og kona hans Guðfinna Andrésdóttir Petersen húsfreyja, f. 13. september 1873, d. 22. febrúar 1932.
Börn þeirra:
1. Júlíus Petersen Guðjónsson stórkaupmaður, f. 6. janúar 1934, d. 11. mars 2020. Kona hans Elísabet Gunnarsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 30. desember 1934, d. 11. maí 2000.
2. Þórhildur Guðríður Ingibjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 7. janúar 1935. Maður hennar Erling Ellertsson verktaki.
3. Björg Hulda Guðjónsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 11. ágúst 1937. Maður hennar Richard Allen Matthews forstjóri, f. 13. mars 1958.
4. Gunnar Guðjónsson major USMC, f. 12. júlí 1942, d. 31. janúar 2014. Kona hans Carolyn Barnett.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Iðnaðarmannatal Suðurnesja. Guðni Magnússon og fleiri. Iðunn 1983.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.