Guðbjörg Jónsdóttir (Strandbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Strandbergi fæddist 21. febrúar 1887 í Miklabæjarsókn í Skagafirði og lést 2. febrúar 1919 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Anna Jakobína Jónatansdóttir, f. 19. apríl 1850, d. 28. febrúar 1919, og Jón Jónsson maður hennar, skósmiður, húsmaður, vinnumaður, f. 9. ágúst 1860 í Skagafirði, d. 24. ágúst 1901.

Hálfbróðir Guðbjargar, sonur Jóns Jónssonar með Ingunni Björnsdóttur systur Símonar Dalaskálds var
1. Séra Halldór Einar Johnson prestur í Vesturheimi, síðar kennari við Gagnfræðaskólann, f. 12. september 1885 í Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði, drukknaði af vélskipinu Helga VE-333 við Faxasker 1950.

Guðbjörg var með foreldrum sínum á Skinnastað 1890, með móður sinni í Steinþórshúsi í Sauðanessókn á Langanesi 1901.
Hún fluttist til Eyja 1906 frá Sauðanessókn, var líklega sú Guðbj., sem er skráð í Sjólyst 1906, var gift kona þar 1907. Anna Jakobína móðir hennar var þá komin þangað til dvalar.
Þau Guðjón bjuggu á Bergi 2 1908, en það varð Strandberg.
Þau eignuðust fimm börn, eitt í Sjólyst, en 4 á Strandbergi.
Guðbjörg lést 1919. Guðjón fluttist síðar til Reykjavíkur. Hann lést 1952.

I. Maður Guðbjargar, (1. desember 1907), var Guðjón Júlíus Guðjónsson útvegsbóndi, sjómaður í Sjólyst, síðan á Bergi (Strandbergi), f. 6. júlí 1884 í Sjólyst, d. 26. september 1952.
Börn þeirra voru:
1. Magnús Guðjón Guðjónsson rakarameistari í Keflavík, f. 31. desember 1907 í Sjólyst, d. 24. júní 1956 í Arlington í Bandaríkjunum.
2. Svava Jónfríður Guðjónsdóttir, f. 26. ágúst 1909 á Bergi 2 (síðar Strandberg), d. 18. febrúar 1911 á Strandbergi.
3. Svava Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1911 á Strandbergi, síðast í Reykjavík, d. 10. nóvember 1991.
4. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 12. apríl 1912 á Strandbergi, d. 26. júlí 1982. Hún ólst upp hjá frænda sínum Tómasi í Höfn og konum hans, Hjörtrós Hannesdóttur og síðan Sigríði Magnúsdóttur.
5. Jóhann Óskar Guðjónsson verkamaður á Suðurnesjum, f. 19. september 1913 á Strandbergi, d. 5. mars 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890. Margir höfundar, en aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.