Arndís Jónsdóttir (Breiðabliki)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Arndís Jónsdóttir vinnukona, saumakona fæddist 15. apríl 1882 í Tungu í Fljótshlíð og lést 3. ágúst 1978.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson bóndi, f. 11. apríl 1842, d. 16. júní 1926 og kona hans Guðrún Oddsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1847, d. 6. ágúst 1899.

Systkini Arndísar í Eyjum voru:
1. Oddur Jónsson útgerðarmaður á Skjaldbreið, f. 4. mars 1877, d. 26. mars 1927. Kona hans var Ingiríður Ingimundardóttir.
2. Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Sandprýði, f. 3. júlí 1884, d. 10. desember 1951. Maður hennar var Þorkell Þórðarson
3. Auðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Bólstað, f. 6. mars 1886, d. 9. október 1968. Maður hennar var Sigurður Ólafsson.

Arndís var með foreldrum sínum í æsku, var 19 ára vinnukona í Tryggvaskála í Flóa 1901.
Hún fluttist frá Reykjavík til Eyja 1910 og var vinnukona hjá Aage Petersen og Guðbjörgu Gísladóttur á Hól í lok árs.
Arndís var lausakona á Hólmi 1913-1915, var í Reykjavík við fæðingu Eggerts 1916, leigjandi, saumakona á Breiðabliki 1920 með börnin Eggert og óskírða stúlku (Betu Einarínu). Hún fór með Eggert að Múlakoti í Fljótshlíð 1922, var prjónakona í Sandprýði 1927 og á Hól 1930.
Hún fluttist úr Eyjum fyrri hluta 4. áratugarins og stundaði saumaiðn í Reykjavík, bjó síðast í Fljótshlíð.
Arndís giftist ekki. Hún lést 1978.

I. Barnsfaðir hennar var Sigurður Gunnarsson málari, skipstjóri, útgerðarmaður á Hólmi, f. 18. september 1883, d. 16. janúar 1917.
Barn þeirra var
1. Eggert Ólafsson Sigurðsson vinnumaður í Múlakoti, bóndi í Smáratúni í Fljótshlíð, f. 4. ágúst 1916 í Reykjavík, d. 31. maí 1987.

II. Barnsfaðir Arndísar var Guðjón Júlíus Guðjónsson frá Sjólyst, f. 6. júlí 1884, d. 26. september 1952.
Barn þeirra var
2. Beta Einarína Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. september 1920 á Breiðabliki, d. 5. apríl 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.