Jóhanna Einarsdóttir (Vegbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Einarsdóttir frá Hallgeirsey í A.-Landeyjum, húsfreyja á Giljum í Hvolhreppi og á Vegbergi við Skólaveg 32 fæddist 7. mars 1879 og lést 26. maí 1959.
Foreldrar hennar voru Einar Sigurðsson bóndi í Hallgeirsey, f. 12. júlí 1843 í Hallgeirsey, d. 16. september 1899, og kona hans Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja, síðar í Breiðholti, f. 20. júní 1848 á Parti í Oddasókn, d. 4. september 1938.

Börn Þuríðar og Einars í Eyjum:
1. Gróa Einarsdóttir fiskverkakona í Gróuhúsi, f. 19. júlí 1875, d. 16. október 1967, ógift, en átti einn son.
2. Þorleifur Einarsson bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, síðar á Túnsbergi, f. 7. janúar 1878, d. 22. maí 1960.
3. Jóhanna Einarsdóttir húsfreyja í Giljum í Hvolhreppi, síðan í Eyjum, en síðast í Reykjavík, f. 7. mars 1879, d. 26. maí 1959.
4. Guðni Einarsson sjómaður á Grund, f. 27. júlí 1883, d. 20. febrúar 1924.
5. Guðjón Einarsson fiskimatsmaður í Breiðholti, f. 18. október 1886, d. 11. desember 1966.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, 1880 og 1890. Hún var húsfreyja á Giljum í Hvolhreppi 1901 með Erlendi bónda og tveim börnum þeirra.
Þau Erlendur giftu sig 1900, eignuðust 9 börn. Þau bjuggu á Giljum. Erlendur lést 1917.
Jóhanna flutti til Eyja 1918 með öll börn sín, bjó með 7 börnum sínum á Vegbergi við Skólaveg 32 1920, með Guðjóni þar og þrem börnum sínum og barnabarni 1927.
Þau Guðjón fluttu til Reykjavíkur, giftu sig 1940.
Guðjón lést 1952 og Jóhanna 1959.

I. Maður Jóhönnu, (21. október 1900), var Erlendur Jónsson bóndi á Giljum, trésmiður, f. 10. mars 1865, d. 9. október 1917. Foreldrar hans voru Jón Erlendsson bóndi á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, f. 19. júlí 1834, d. 18. mars 1898, og kona hans Margrét Árnadóttir húsfreyja, f. 6. júní 1837, d. 28. júlí 1921.
Börn þeirra:
1. Ólafur Erlendsson sjómaður, kyndari, háseti, f. 25. mars 1897, fórst í Halaveðrinu 8. febrúar 1925.
2. Guðrún Erlendsdóttir húsfreyja í Norðurgarði í Mýrdal og í Sælundi í Vík þar, f. 4. júní 1900, d. 6. janúar 1980. Maður hennar Jón Guðmundsson.
3. Haraldur Elías Erlendsson sjómaður, f. 11. janúar 1902, d. 4. nóvember 1958.
4. Jón Erlendsson sjómaður, veitingamaður, f. 16. apríl 1903, d. 30. maí 1980.
5. Erlendur Erlendsson trésmiður, veitingamaður á Röðli, f. 6. september 1906, d. 14. desember 1958.
6. Leifur Kristinn Erlendsson þjónn, f. 12. júlí 1908, d. 20. október 1995. Kona hans Jóhanna Sighvatsdóttir.
7. Þuríður Einarbjörg Erlendsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 8. febrúar 1914, d. 13. september 1983. Maður hennar Börge, danskrar ættar.
8. Einar Sigurður Erlendsson leigubifreiðastjóri, síðast í Hafnarfirði, f. 22. október 1915, d. 26. október 1995. Kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
9. Erlendur Jónsson Erlendsson sjómaður, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 5. október 1917, d. 4. júní 1996. Kona hans Sigríður Hannesdóttir.

II. Maður Jóhönnu, (23. nóvember 1940), var Guðjón Júlíus Guðjónsson frá Sjólyst, útvegsbóndi, sjómaður, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 6. júlí 1884 í Sjólyst, d. 26. september 1952.
Þau voru barnlaus, en Guðjón hafði eignast sjö börn í fyrra hjónabandi og samböndum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.