Beta Guðjónsdóttir (Breiðabliki)
Beta Einarína Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 11. september 1920 á Breiðabliki og lést 5. apríl 1965.
Foreldrar hennar voru Guðjón Guðjónsson í Sjólyst, f. 6. júlí 1884, d. 26. september 1952, og barnsmóðir hans Arndís Jónsdóttir, síðar saumakona í Reykjavík, f. 15. apríl 1882, d. 3. ágúst 1978.
Beta var með móður sinni í fyrstu, var með henni í Sandprýði 1927, en farin úr Eyjum 1930.
Hún giftist Aðalsteini 1941 og bjó í Reykjavík.
Maður Betu Einarínu, (17. maí 1941), var Aðalsteinn Vígmundsson bifreiðastjóri, f. 17. mars 1920 í Álfsnesi á Kjalarnesi, d. 16. júní 1997. Foreldrar hans voru Vígmundur Pálsson frá Eiði í Mosfellssveit, bóndi á Efra-Hvoli í Mosfellssveit, f. 8. ágúst 1896, d. 2. júlí 1967, og Þórunn Jónsdóttir frá Haukadal í Biskupstungum, síðar húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. janúar 1885, d. 20. október 1951.
Börn þeirra:
1. Örn Pálmi Aðalsteinsson bifreiðastjóri, f. 30. mars 1941, d. 2. júlí 1993.
2. Anna María Aðalsteinsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 3. maí 1950, d. 14. mars 2016.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 26. júní 1997.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.