Guðný Einarsdóttir (Arnarhóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. september 2016 kl. 19:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. september 2016 kl. 19:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Einarsdóttir húsfreyja á Arnarhóli fæddist 10. maí 1885 og lést 31. mars 1956.
Faðir hennar var Einar bóndi á Arnarhóli í V-Landeyjum, f. 26. nóvember 1852, d. 29. janúar 1941, Þorsteinsson bónda á Álfhólum og í Akurey þar, f. 5. ágúst 1807, d. 14. október 1894, Eyvindssonar bónda í Brekkuhúsi, Stakkagerði og síðast í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, f. 1787 á Krossi í Ölfusi, d. 7. apríl 1849 í Hallgeirseyjarhjáleigu, Jónssonar, og barnsmóður Eyvindar, Guðlaugar, síðar húsfreyju á Kirkjubæ, f. 1772 í Selshjáleigu í A-Landeyjum, d. 19. maí 1828, Þorsteinsdóttur. Maður Guðlaugar húsfreyju á Kirkjubæ var Jón Þorsteinsson húsmaður þar.
Móðir Einars og kona Þorsteins var Margrét húsfreyja, f. 1811, d. 26. júlí 1895, Einarsdóttir bónda síðast í Vatnshól í A-Landeyjum, f. 1776 í Litlu-Hildisey, d. 18. september 1838, Pálssonar, og konu Einars, Guðnýjar húsfreyju Þorsteinsdóttur, f. 1773, d. 11. ágúst 1843 hjá dóttur sinni Sigríði Einarsdóttur húsfreyju í Stakkagerði, ættmóður Oddsstaðaættar vestri.

Móðir Guðnýjar á Arnarhóli og kona Einars á Arnarhóli var Salvör húsfreyja, f. 25. september 1840, d. 4. mars 1917, Snorradóttir bónda í Skipagerði í V-Landeyjum, f. 8. mars 1809 á Núpum í Fljótshlíð, d. 28. mars 1902, Grímssonar bónda á Núpum og Forsæti í V-Landeyjum, f. 12. ágúst 1782, á lífi 1850, og konu Gríms, Ástu húsfreyju, f. 1766, d. 1852, Einarsdóttur.
Móðir Salvarar og kona Snorra Grímssonar var Anna húsfreyja í Skipagerði, f. 12. október 1807, d. 27. janúar 1878, Sigurðardóttir bónda í Skipagerði, f. 1774, d. 29. nóvember 1855, Ólafssonar, og konu Sigurðar, Sigríðar húsfreyju, f. 1761, d. 21. nóvember 1839, Ögmundsdóttur. (Ásgarðsætt í Grímsnesi og Högnaætt).

Guðný var með foreldrum sínum á Arnarhóli í V-Landeyjum 1890 og 1901. 1910 var hún húsfreyja á Hlíðarenda, en þar var einn húsráðandi og eigandi Snorri Tómasson skósmiður, en hann var hálfbróðir Guðnýjar, sonur Salvarar og fyrri manns hennar, Tómasar Jónssonar bónda á Arnarhóli.
Annar hálfbróðir Guðnýjar var Tómas Tómasson vinnumaður í Nýjabæ, sem fórst með Jósef Valdasyni og fleiri við Bjarnarey 1887.

Maður Guðnýjar, (1910), var Gísli Jónsson útvegsbóndi og síðar verkamaður á Arnarhóli, f. 23. janúar 1883, d. 26. október 1977.
Börn Guðnýjar og Gísla voru:
1. Guðný Svava Gísladóttir húsfreyja, f. 11. janúar 1911, d. 25. mars 2001.
2. Salóme Gísladóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1913, d. 12. apríl 1996.
3. Einar Jóhannes Gíslason forstöðumaður hvítasunnusafnaðar, f. 31. janúar 1923, d. 14. maí 1998.
4. Óskar Magnús Gíslason útgerðarmaður og skipstjóri, f. 27. maí 1915, d. 28. febrúar 1991.
5. Eyberg Hafsteinn Gíslason, f. 12. nóvember 1919, d. 9. janúar 1920.
6. Kristín Þyrí Gísladóttir símastarfsmaður, f. 10. nóvember 1925, d. 1. maí 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.