„Friðrik Ingi Óskarsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Friðrik Ingi Óskarsson. '''Friðrik Ingi Óskarsson''' frá Hvassafelli við Helgafellsbraut 33, forstjóri, endurskoðandi fæddist 16. febrúar 1948 og lést 21. mars 2024 á Landspítalanum.<br> Foreldrar hans voru Óskar Sigurðsson endurskoðandi, f. 1. júní 1910 á Bólstað, d. 4. júní 1969, og kona hans Soffía Zóphoníasdóttir frá Stórubýl...)
 
m (Verndaði „Friðrik Ingi Óskarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 7. apríl 2024 kl. 10:39

Friðrik Ingi Óskarsson.

Friðrik Ingi Óskarsson frá Hvassafelli við Helgafellsbraut 33, forstjóri, endurskoðandi fæddist 16. febrúar 1948 og lést 21. mars 2024 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Óskar Sigurðsson endurskoðandi, f. 1. júní 1910 á Bólstað, d. 4. júní 1969, og kona hans Soffía Zóphoníasdóttir frá Stórubýlu í Innri-Akraneshreppi, f. 6. desember 1919 í Gröf í Skilmannahreppi í Borg., d. 5. ágúst 1985.

Börn Soffíu og Óskars:
1. Andvana stúlka, f. 11. júní 1943.
2. Sigurður Óskarsson húsasmiður, kafari, f. 24. maí 1944 á Bólstað. Kona hans Sigurbjörg Óskarsdóttir.
3. Friðrik Ingi Óskarsson forstjóri, skrifstofumaður, f. 16. febrúar 1948 á Hvassafelli. Fyrrum kona hans Auður Dóra Haraldsóttir. Fyrrum kona hans Lilja Dóra Hjörleifsdóttir. Sambúðarkona hans Guðlaug Kristófersdóttir.
4. Kolbrún Ósk Óskarsdóttir ritari, f. 29. september 1950. Maður hennar Sigmar Þór Sveinbjörnsson.

Friðrik var með foreldrum sínum í æsku, en jafnan í sveit á sumrin hjá frændfólki sínu á Þórunúpi í Hvolhreppi, Rang.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum, stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri.
Friðrik vann m.a. í Útvegsbankanum í Eyjum. Árið 1976 varð hann forstjóri Herjólfs hf. og stofnaði Skipaafgreiðslu Friðriks Óskarssonar í Vestmannaeyjum 1978. Síðari árin vann hann að mestu við bókhald og endurskoðun.
Friðrik var formaður ÍBV 1983-1985, starfaði í Lionsklúbbi Vestmannaeyja, Vestmannaeyjadeild Gídeonfélagsins á Íslandi og var virkur félagi í Oddfellowreglunni á Íslandi og var sæmdur heiðursmerki Oddfellowhreyfingarinnar á Íslandi. Hann var tónlistarmaður.
Þau Auður Dóra giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Hátún 16.
Þau Lilja Dóra giftu sig 2003, skildu 2007.
Friðrik bjó með Guðlaugu í 14 ár.

I. Kona Friðriks, skildu, er Auður Dóra Haraldsdóttir, húsfeyja, bankaritari. f. 26. júní 1949.
Börn þeirra:
1. Örlygur Gunnar Friðriksson rafvirkjameistari, f. 3. júlí 1967. Kona hans Tracey M. Friðriksson.
2. Óskar Sveinn Friðriksson sjávarútvegsfræðingur, f. 22. maí 1969. Kona hans Sigrún Jóna Grettisdóttir.
3. Freyr Friðriksson tæknifræðingur, f. 19. júní 1976. Kona hans Elfa Hrönn Valdimarsdóttir.

II. Kona Friðriks, (14. nóvember 2003, skildu 2007), er Lilja Dóra Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1947.

III. Sambúðarkona Friðriks Inga síðustu 14 árin er Guðlaug Kristófersdóttir, f. 21. nóvember 1940. Foreldrar hennar Kristófer Finnbogason Jónsson, hljóðfæraleikari, handverksmaður, f. 10. nóvember 1903, d. 2. febrúar 1961, og Gðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja, f. 23. maí 1914, d. 28. október 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.