Auður Dóra Haraldsdóttir
Auður Dóra Haraldsdóttir húsfreyja, bankaritari fæddist 26. júní 1949 í Rvk.
Foreldrar hennar voru Haraldur Guðjónsson verslunarmaður, f. 26. júní 1920, d. 13. maí 1989, og fyrrum kona hans Bernódía Sigríður Sigurðardóttir frá Litlalandi, húsfreyja, f. 15. febrúar 1920, d. 1. desember 1991. Fósturfaðir Dóru var Sveinn Ársælsson.
Börn Bernódíu og Haraldar:
1. Hlöðver Haraldsson sjómaður, f. 24. apríl 1942.
2. Örlygur Guðjón Haraldsson sjómaður, f. 7. febrúar 1947, drukknaði 29. júní 1965.
3. Auður Dóra Haraldsdóttir bankaritari í Reykjavík, f. 26. júní 1949.
Börn Bernódíu og Sveins Ársælssonar:
4. Ársæll Sveinsson húsasmíðameistari í Danmörku, f. 16. janúar 1955.
5. Sveinn Bernódus Sveinsson rafvirki, f. 21. apríl 1956.
6. Sigurður Karl Sveinsson rafvirki, knattspyrnumaður, f. 10. maí 1957, d. 1. október 1990.
Auður Dóra var með foreldrum sínum í Rvk. Þau skildu og hún flutti með móður sinni til Eyja 1953. Hún var með móður sinni og Sveini Ársælssyni í Eyjum.
Þau Friðrik Ingi giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Auður Dóra flutti til Rvk, var þar bankaritari, býr í Mosfellsbæ.
Þau Einar Þór giftu sig 2006.
Hann lést 2020.
I. Maður Auðar Dóru, (21. september 1968, skildu), var Friðrik Ingi Óskarsson, bankamaður, forstjóri, bókhaldsmaður, endurskoðandi, f. 16. febrúar 1948 í Eyjum, d. 21. mars 2024.
Börn þeirra:
1. Örlygur Gunnar Friðriksson rafvirkjameistari, f. 3. júlí 1967. Kona hans Tracey M. Friðriksson.
2. Óskar Sveinn Friðriksson sjávarútvegsfræðingur, f. 22. maí 1969. Kona hans Sigrún Jóna Grettisdóttir.
3. Freyr Friðriksson tæknifræðingur, f. 19. júní 1976. Kona hans Elfa Hrönn Valdimarsdóttir.
II. Maður Auðar Dóru, (11. mars 2006), var Einar Þór Sigurþórsson, ættaður úr Fljótshlíð, rafvélavirkjameistari, bóndi í Háamúla. Foreldrar hans voru Sigurþór Úlfarsson bóndi í Háamúla, f. 3. febrúar 1907, d. 10. desember 1981, og kona hans Katrín Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1912, d. 25. janúar 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Auður Dóra.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Einars Þórs.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.