„Jóna Ágústa Lárusdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 28: Lína 28:
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Starfsmenn sjúkrahúsa]]
[[Flokkur: Starfsmenn sjúkrastofnana]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Hásteinsblokkinni]]
[[Flokkur: Íbúar í Hásteinsblokkinni]]

Núverandi breyting frá og með 2. ágúst 2023 kl. 17:15

Jóna Ágústa Lárusdóttir húsfreyja, starfsmaður á hjúkrunarheimili fæddist 12. júní 1951 á Raufarhöfn.
Foreldrar hennar voru Lárus Haraldur Guðmundsson kennari, f. 28. apríl 1909 í Reykjavík, d. 17. nóvember 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. 17. apríl 1913, d. 14. mars 1994.

Börn Sigríðar og Lárusar:
1. Már Lárusson sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, f. 10. febrúar 1936 á Fáskrúðsfirði, d. 25. október 1998. Kona hans Guðlaug Pálsdóttir.
2. Guðmundur Lárusson rafvélavirkjameistari á Siglufirði, f. 1. mars 1941 á Seyðisfirði, d. 7. desember 2020. Kona hans Björk Vilhelmsdóttir.
3. Margrét Ingibjörg Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum og í Bessastaðahreppi, starfsmaður á sambýli, f. 2. maí 1949 á Raufarhöfn. Maður hennar Andrés Þórarinsson.
4. Jóna Ágústa Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 12. júní 1951 á Raufarhöfn. Barnsfaðir Árni Halldórsson, f. 22. janúar 1952. Hún bjó síðar við Áshamar 52 og býr við Kleifahraun 9. Maður hennar Þorsteinn Ingi Guðmundsson.

Jóna var með foreldrum sínum í æsku, á Raufarhöfn og flutti með þeim til Eyja 1968.
Hún vann við fiskiðnað, í verslun, í leikskóla og á hjúkrunarheimili.
Hún eignaðist barn með Árna 1972.
Þau Þorsteinn Ingi giftu sig 1977, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Áshamar 52, bjuggu í Hafnarfirði 2000-2012, en búa nú við Kleifahraun 9.

I. Barnsfaðir Jónu er Árni Halldórsson frá Grundarfirði, f. 22. janúar 1952.
Barn þeirra:
1. Sigríður Lára Árnadóttir bókari, býr í Hafnarfirði, f. 11. september 1972. Maður hennar Guðmundur Ómar Erlingsson.

II. Maður Jónu Ágústu, (12. nóvember 1977), er Þorsteinn Ingi Guðmundsson frá Siglufirði, sjómaður, f. 26. febrúar 1953.
Börn þeirra:
2. Valgerður Þorsteinsdóttir leikskólakennari f. 8. nóvember 1976. Maður hennar Jóhann Ólafur Guðmundsson Jóhannssonar.
3. Agnes Ósk Þorsteinsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 8. september 1982. Maður hennar Ólafur Sölvi Eiríksson frá Ísafirði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.