Margrét Lárusdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Ingibjörg Lárusdóttir frá Raufarhöfn, húsfreyja fæddist 2. maí 1949.
Foreldrar hennar voru Lárus Haraldur Guðmundsson frá Reykjavík, kennari, f. 28. apríl 1909, d. 17. nóvember 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. 17. apríl 1913, d. 14. mars 1994.

Margrét var með foreldrum sínum.
Hún fór 16 ára til móðursystur sinnar á Englandi, var þar í þrjú ár við nám. Síðar vann hún í Apótekinu í Eyjum.
Þau Andrés giftu sig 1968, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu í Mjölni, síðan á Sóleyjargötu 3 og á Brimhólabraut 22A.
Andrés lést 1993.
Þau Bergur hafa búið saman frá 1998.

I. Maður Margrétar, (2. nóvember 1968), var Andrés Þórarinsson frá Mjölni, sjómaður, stýrimaður, f. 14. september 1945, d. 12. nóvember 1993.
Börn þeirra:
1. Hrafnhildur Andrésdóttir á Hellu, starfsmaður leikskóla, f. 14. desember 1968. Sambúðarmaður hennar Þröstur Sigurðsson.
2. Þórunn Andrésdóttir á Árskógsströnd, Ey., f. 2. ágúst 1970. Barnsfeður hennar Adólf Hauksson og Kristmundur Capter. Maður hennar Rúnar Þór Ingvarsson.
3. Sonja Andrésdóttir í Eyjum, f. 10. ágúst 1972. Fyrrum maður hennar Guðjón Jónsson. Maður hennar Agnar Magnússon.
4. Sigríður Lára Andrésdóttir, snyrtifræðingur í Eyjum, f. 29. október 1977. Maður hennar Sigurður Smári Benónýsson.
5. Lárus Már Andrésson lögreglumaður í Hafnarfirði, f. 11. maí 1986. Sambúðarkona hans Svanbjörg Vilbergsdóttir.

II. Sambúðarmaður Margrétar er Guðjón Bergur Ólafsson vélvirkjameistari, véltæknifræðingur, f. 13. ágúst 1945.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Margrét.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þjóðskrá.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.