Þorsteinn Ingi Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Ingi Guðmundsson frá Siglufirði, sjómaður, vélstjóri fæddist 26. febrúar 1953.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kjartan Guðmundsson sjómaður, f. 28. mars 1907, drukknaði 22. ágúst 1957, og kona hans Valgerður Kristjana Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1918, d. 26. maí 1989.

Þorsteinn var með foreldrum sínum, en faðir hans drukknaði, er Þorsteinn Ingi var á fimmta árinu.
Hann varð sjómaður, flutti til Eyja 1971, reri lengst á Ísleifi VE 63 með Gunnari Jónssyni frá Miðey.
Þau Jóna Ágúst giftu sig 1977, eignuðust tvö börn og Jóna átti eitt barn áður. Þau bjuggu við Áshamar 52, bjuggu í Hafnarfirði 2000-2012, en búa nú við Kleifahraun 9.

I. Kona Þorsteins Inga, (12. nóvember 1977), er Jóna Ágústa Lárusdóttir frá Hásteinsblokkinni við Hásteinsveg, húsfreyja, f. 12. júní 1951 á Raufarhöfn.
Börn þeirra:
1. Valgerður Þorsteinsdóttir leikskólakennari f. 8. nóvember 1976. Maður hennar Jóhann Ólafur Guðmundsson Jóhannssonar.
2. Agnes Ósk Þorsteinsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 8. september 1982. Maður hennar Ólafur Sölvi Eiríksson frá Ísafirði. Barn Jónu Ágústu:
3. Sigríður Lára Árnadóttir bókari, býr í Hafnarfirði, f. 11. september 1972. Maður hennar Guðmundur Ómar Erlingsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.