Sigríður Jónsdóttir (Hásteinsblokkinni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Jónsdóttir húsfreyja fæddist 17. apríl 1913 og lést 14. mars 1994.
Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson sjómaður á Fáskrúðsfirði, f. 18. desember 1880, d. 26. júní 1947, og kona hans Jónína Ingibjörg Benjamínsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1885, d. 16. maí 1922.

Sigríður var með foreldrum sínum á Svalbarðseyri í Búðahreppi í Fáskrúðsfirði 1920.
Þau Lárus giftu sig 1938, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Hásteinsblokkinni við Hásteinsvegi 62 1972.
Lárus lést 1975 og Sigríður 1994.

I. Maður Sigríðar, (1938), var Lárus Haraldur Guðmundsson kennari, f. 28. apríl 1909 í Reykjavík, d. 17. nóvember 1975.
Börn þeirra:
1. Már Lárusson sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, f. 10. febrúar 1936, d. 25. október 1998. Kona hans Guðlaug Pálsdóttir.
2. Guðmundur Lárusson rafvirkjameistari á Siglufirði, f. 1. mars 1941 á Seyðisfirði, d. 7. desember 2020. Kona hans Björk Vilhelmsdóttir.
3. Margrét Ingibjörg Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum og í Bessastaðahreppi, starfsmaður á sambýli, f. 2. maí 1949. Maður hennar Andrés Þórarinsson.
4. Jóna Ágústa Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 12. júní 1951. Barnsfaðir Árni Halldórsson, f. 22. janúar 1952. Hún bjó síðar við Áshamar 52. Maður hennar Þorsteinn Ingi Guðmundsson Kleifahrauni 7d.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.