Andrés Þórarinsson (Mjölni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Andrés Þórarinsson.

Andrés Þórarinsson frá Mjölni við Skólaveg 18, stýrimaður, skipstjóri fæddist 14. september 1945 á Grímsstöðum við Skólaveg 27 og lést 12. nóvember 1993.
Foreldrar hans voru Þórarinn Jónsson frá Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. 2. maí 1905, d. 8. ágúst 1959, og kona hans Jónína Sigrún Ágústsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1910 u. Eyjafjöllum, d. 23. október 2005.

Börn Sigrúnar og Þórarins:
1. Ingólfur Þórarinsson verkamaður, bifreiðastjóri, verkstjóri, f. 24. október 1935 á Vestmannabraut 74.
2. Einar Þórarinsson veitustjóri á Ólafsfirði, f. 20. desember 1937 á Vestmannabraut 74.
3. Drengur, f. 25. desember 1938 á Kirkjuvegi 39 B, d. 19. janúar 1939.
4. Guðrún Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1940 í Ráðagerði.
5. Drengur, f. 4. mars 1942 í Ráðagerði, d. 17. mars 1942.
6. Ágúst Yngvi Þórarinsson vélstjóri, f. 1. desember 1943 í Ráðagerði.
7. Andrés Þórarinsson stýrimaður, f. 14. september 1945 á Grímsstöðum, d. 12. nóvember 1993.

Andrés var með foreldrum sínum.
Hann varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1961, lauk fiskimannaprófi í Eyjum 1967.
Andrés vann við fiskiðnað í æsku, var sjómaður frá 16 ára aldri á bátum frá Eyjum, m.a. stýrimaður á Kap II. Ve 350, Sighvati Bjarnasyni VE 81, en síðast stýrimaður á Baldri VE 24.
Andrés eignaðist barn með Önnu Freyju 1964.
Þau Margrét giftu sig 1968, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Mjölni, á Sóleyjargötu 3 1972, á Brimhólabraut 22A 1986.

I. Barnsmóðir Andrésar er Anna Freyja Eðvarðsdóttir, f. 16. maí 1944.
Barn þeirra:
1. Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri á Akureyri, f. 17. ágúst 1964 á Ólafsfirði. Maður hennar Birkir Björnsson.

II. Kona Andrésar, (2. nóvember 1968), er Margrét Ingibjörg Lárusdóttir frá Raufarhöfn, húsfreyja, f. 2. maí 1949.
Börn þeirra:
1. Hrafnhildur Andrésdóttir á Hellu, starfsmaður leikskóla, f. 14. desember 1968. Sambúðarmaður hennar Þröstur Sigurðsson.
2. Þórunn Andrésdóttir á Árskógsströnd, Ey., f. 2. ágúst 1970. Barnsfeður hennar Adólf Hauksson og Kristmundur Capter. Maður hennar Rúnar Þór Ingvarsson.
3. Sonja Andrésdóttir, býr í Eyjum, f. 10. ágúst 1972. Fyrrum maður hennar Guðjón Jónsson. Maður hennar Agnar Magnússon.
4. Sigríður Lára Andrésdóttir, snyrtifræðingur í Eyjum, f. 29. október 1977. Maður hennar Sigurður Smári Benónýsson.
5. Lárus Már Andrésson lögreglumaður í Hafnarfirði, f. 11. maí 1986. Sambúðarkona hans Svanbjörg Vilbergsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þjóðskrá.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.