„Hróbjartur Jón Gunnlaugsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Hróbjartur Jón Gunnlaugsson''' frá Hruna sjómaður fæddist 26. október 1947 í Kópavogi.<br> Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sigurðsson frá Hruna, sjómaður, f. 20. maí 1921 á Reynifelli, drukknaði 29. nóvember 1963, og kona hans Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 11. mars 1920, d. 20. nóvember 1954 í Eyjum.<br> Fósturforeldrar hans voru móðurf...)
 
m (Verndaði „Hróbjartur Jón Gunnlaugsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 25. mars 2022 kl. 15:41

Hróbjartur Jón Gunnlaugsson frá Hruna sjómaður fæddist 26. október 1947 í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sigurðsson frá Hruna, sjómaður, f. 20. maí 1921 á Reynifelli, drukknaði 29. nóvember 1963, og kona hans Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 11. mars 1920, d. 20. nóvember 1954 í Eyjum.
Fósturforeldrar hans voru móðurforeldrar hans Jón Eyjólfsson bóndi á Mið-Grund u. Eyjafjöllum, f. 14. apríl 1886, d. 19. febrúar 1969, og kona hans Þorgerður Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 27. janúar 1881, d. 10. nóvember 1957.

Börn Jóhönnu og Gunnlaugs:
1. Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 9. apríl 1944 á Kirkjubóli. Maður hennar Hafsteinn Reynir Magnússon.
2. Hróbjartur Jón Gunnlaugsson, býr í Reykjavík, f. 20. október 1947 í Kópavogi, ókvæntur.
3. Sigríður Vigdís Gunnlaugsdóttir Clark húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 22. júní 1950 á Hásteinsvegi 7. Maður hennar var Ralph Clark, d. f. 3 árum.
4. Pálína Guðbjörg Gunnlaugsdóttir í Eyjum, ógift, f. 18. júlí 1951 á Hásteinsvegi 7, d. 29. janúar 1984.
5. Rannveig Hrefna Gunnlaugsdóttir húsfreyja, starfsmaður á öldrunarstofnun, f. 5. nóvember 1952 að Hásteinsvegi 7. Maður hennar var Guðjón Árnason. Sambýlismaður hennar var Vilmundur Kristinsson.

Hróbjartur var með foreldrum sínum skamma stund. Móðir hans lést, er hann var á áttunda árinu. Hann fór ungur í fóstur til móðurforeldra sinna. Þar dvaldi hann æsku sína, en amma hans og fósturmóðir lést, er hann var tíu ára.
Hann varð snemma sjómaður, í Eyjum og Reykjavík.
Þau Særún hófu sambúð, eignuðust eitt barn, en skildu.

I. Sambúðarkona Hróbjarts, (skildu), er Særún Björnsdóttir símaafgreiðslukona, f. 23. maí 1953 á Sunnuhvoli í Hafnarnesi, S-Múl. Foreldrar hennar voru Björn Guðmundsson. f. 29. september 1921, d. 29. mars 1995, og Oddný Sigurbjörg Þorbergsdóttir verkakona, f. 28. desember 1933, d. 20. júní 2003.
Barn þeirra:
1. Guðlaug Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1996. Sambúðarmaður Gunnar Guðlaugsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


[[Flokkur: Sjómenn]