„Árni Pétursson (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Árni Pétursson (Kirkjubæ)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 33: | Lína 33: | ||
*Prestþjónustubækur. }} | *Prestþjónustubækur. }} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | {{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: | [[Flokkur: Kennarar]] | ||
[[Flokkur: | [[Flokkur: Skólastjórar]] | ||
[[Flokkur: Umsjónarmenn]] | |||
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á | [[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á | [[Flokkur: Íbúar á Kirkjubæ]] | ||
[[Flokkur: Íbúar við Austurveg]] | |||
[[Flokkur: Íbúar við |
Núverandi breyting frá og með 30. mars 2021 kl. 17:20
Árni Pétursson frá Kirkjubæ, kennari, skólastjóri, umsjónarmaður fæddist 4. febrúar 1941 og lést 9. október 1996.
Foreldrar hans voru Pétur Guðjónsson bóndi, sjómaður frá Oddsstöðum, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982, og síðari kona hans Lilja Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1917, d. 15. október 1990.
Börn Lilju og Péturs:
1. Guðrún Rannveig Pétursdóttir, f. 10. desember 1939.
2. Árni Pétursson, f. 4. febrúar 1941, d. 9. október 1996.
3. Brynja Pétursdóttir, f. 16. ágúst1946.
4. Herbjört Pétursdóttir, f. 26. febrúar 1951, d. 2. maí 1999.
Börn Péturs og fyrri konu hans Guðrúnar Rannveigar Guðjónsdóttur:
1. Jónína Ósk Pétursdóttir, f. 12. nóvember 1926 á Oddsstöðum, d. 24. maí 2016.
2. Guðlaug Pétursdóttir, f. 25. september 1928 á Aðalbóli.
3. Guðlaugur Magnús Pétursson, f. 5. ágúst 1931 á Kirkjubæ, d. 1. febrúar 2017.
4. Jóna Halldóra Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1933 á Kirkjubæ.
5. Guðjón Pétursson, f. 31. júlí 1935 á Kirkjubæ, d. 25. janúar 1985.
Árni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1957, varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1962, lauk kennaraprófi í Kennaraskóla Íslands 1965.
Árni kenndi við Gagnfræðaskólann 1962-1963, kenndi við Hlíðaskóla í Reykjavík frá 1965, var síðar aðstoðarskólastjóri og skólastjóri síðasta vetur sinn.
Öll sumur frá 1973 var Árni umsjónarmaður tjaldsvæða í Laugardal í Reykjavík.
Þau Lára giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu síðast í Brekkubyggð 4 í Garðabæ.
Árni lést 1996.
I. Kona Árna, (1. júní 1974), er Lára K. Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 3. mars 1950. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sigurður Júlíusson stórkaupmaður, f. 19. nóvember 1924, d. 26. júlí 1979, og kona hans Hulda Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1923, d. 19. febrúar 2010.
Börn þeirra:
1. Þórunn Anna Árnadóttir húsfreyja, lögfræðingur, f. 5. ágúst 1976. Maður hennar Sigurður Guðmundsson.
2. Þorsteinn Júlíus Árnason lögfræðingur, f. 19. október 1988. Sambúðarkona hans Inga Rún Sæmundsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 18. október 1996. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.