„Grétar Halldórsson (Kalmanstjörn)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|254x254dp|''Grétar Halldórsson. '''Grétar Halldórsson''' frá Kalmanstjörn, sjómaður, vélstjóri fæddist þar 8. desemb...) |
m (Verndaði „Grétar Halldórsson (Kalmanstjörn)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 9. október 2019 kl. 17:27
Grétar Halldórsson frá Kalmanstjörn, sjómaður, vélstjóri fæddist þar 8. desember 1952 og lést 19. september 1987.
Foreldrar hans voru Halldór Jónsson frá Garðstöðum, sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976, og kona hans Karólína Ágústa Sveinsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 19. nóvember 1919, d. 26. júní 1984.
Börn Ágústu og Halldórs:
1. Sveinn Gunnþór Halldórsson, f. 2. maí 1938 á Skólavegi 23, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður, kvæntur Þóru Birgit Bernódusdóttur, látin.
2. Gunnar Halldórsson, f. 9. janúar 1940 í Skálholti, vélstjóri, kranabílstjóri, kvæntur fyrr, skildu, Jóhönnu Andersen, síðar Valdísi Magnúsdóttur.
3. Þórunn Dóra Halldórsdóttir, húsfreyja, fiskvinnslukona, sjúkraliði, f. 22. júlí 1948 á Kalmanstjörn, gift Halldóri R. Martinez, látinn.
4. Grétar Halldórsson tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn, sjómaður, vélstjóri, d. 19. september 1987. Kona hans er Guðný Bóel Guðbjartsdóttir.
5. Andvana tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn.
Grétar var með foreldrum sínum í æsku, á Kalmanstjörn og í Byggðarholti 1972.
Hann gerðist sjómaður og vélstjóri, var m.a. háseti á aflaskipinu Gullbergi.
Grétar fórst með skipi frá Kanada, sem hann var skipverji á 1987.
Þau Guðný Bóel giftu sig 1976, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Hábæ.
I. Kona Grétars, (6. júní 1976), er Guðný Bóel Guðbjartsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1956.
Börn þeirra:
1. Guðbjartur Grétar Grétarsson bifreiðastjóri langferða bíla, f. 9. október 1973. Ókv.
2. Sigrún Harpa Grétarsdóttir bifreiðastjóri langferðabíla, f. 5. mars 1975. Óg.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1988
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.