Þórunn Dóra Halldórsdóttir (Kalmanstjörn)
Þórunn Dóra Halldórsdóttir frá Kalmanstjörn, húsfreyja, fiskverkakona, sjúkraliði fæddist þar 22. júlí 1948.
Foreldrar hennar voru Halldór Jónsson frá Garðstöðum, sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976, og kona hans Karólína Ágústa Sveinsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 19. nóvember 1919, d. 26. júní 1984.
Börn Ágústu og Halldórs:
1. Sveinn Gunnþór Halldórsson, f. 2. maí 1938 á Skólavegi 23, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður, kvæntur Þóru Birgit Bernódusdóttur, látin.
2. Gunnar Halldórsson, f. 9. janúar 1940 í Skálholti, vélstjóri, kranabílstjóri, kvæntur fyrr, skildu, Jóhönnu Andersen, síðan Valdísi Magnúsdóttur.
3. Þórunn Dóra Halldórsdóttir, húsfreyja, fiskvinnslukona, sjúkraliði, f. 22. júlí 1948 á Kalmanstjörn, gift Halldóri R. Martinez, látinn.
4. Grétar Halldórsson tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn, sjómaður, vélstjóri, d. 19. september 1987. Kona hans er Guðný Bóel Guðbjartsdóttir.
5. Andvana tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn.
Þórunn var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Kalmanstjörn og í Byggðarholti.
Hún var fiskvinnslukona í 35 ár, en hóf sjúkraliðanám við Framhaldsskólann og lauk námi 1998.
Þau Halldór giftu sig 1970, eignuðust tvö börn saman og Halldór ættleiddi Berglindi barn Þórunnar. Þau bjuggu í Litla-Hvammi.
Halldór lést 2016.
Þórunn býr á Áshamri 69.
I. Maður Þórunnar Dóru, (30. maí 1970), var Isidoro Halldór Ruiz Martinez frá Spáni, fiskvinnslumaður, f. 4. janúar 1938, d. 15. mars 2016.
Börn þeirra:
1. Berglind Halla Martinez húsfreyja, f. 23. desember 1967. Hún er ættleid dóttir Halldórs, býr á Spáni. Maður hennar er Juan Manuel Carion.
2. Paloma Ruiz Martinez grunnskólakennari í Reykjavík, f. 8. september 1971. Fyrri maður, skilin, er Jón Óskar Þórhallsson. Síðari maður, skilin, er Jón Pétur Úlfarsson.
3. Sonja Martinez húsfreyja, sjúkraliði, heilsunuddari í Eyjum, f. 9. júní 1974. Maður hennar er Birkir Yngvason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Þórunn Dóra.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.