Þórunn Dóra Halldórsdóttir (Kalmanstjörn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Dóra Halldórsdóttir frá Kalmanstjörn, húsfreyja, fiskverkakona, sjúkraliði fæddist þar 22. júlí 1948.
Foreldrar hennar voru Halldór Jónsson frá Garðstöðum, sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976, og kona hans Karólína Ágústa Sveinsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 19. nóvember 1919, d. 26. júní 1984.

Börn Ágústu og Halldórs:
1. Sveinn Gunnþór Halldórsson, f. 2. maí 1938 á Skólavegi 23, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður, kvæntur Þóru Birgit Bernódusdóttur, látin.
2. Gunnar Halldórsson, f. 9. janúar 1940 í Skálholti, vélstjóri, kranabílstjóri, kvæntur fyrr, skildu, Jóhönnu Andersen, síðan Valdísi Magnúsdóttur.
3. Þórunn Dóra Halldórsdóttir, húsfreyja, fiskvinnslukona, sjúkraliði, f. 22. júlí 1948 á Kalmanstjörn, gift Halldóri R. Martinez, látinn.
4. Grétar Halldórsson tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn, sjómaður, vélstjóri, d. 19. september 1987. Kona hans er Guðný Bóel Guðbjartsdóttir.
5. Andvana tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn.

Þórunn var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Kalmanstjörn og í Byggðarholti.
Hún var fiskvinnslukona í 35 ár, en hóf sjúkraliðanám við Framhaldsskólann og lauk námi 1998.
Þau Halldór giftu sig 1970, eignuðust tvö börn saman og Halldór ættleiddi Berglindi barn Þórunnar. Þau bjuggu í Litla-Hvammi.
Halldór lést 2016. Þórunn býr á Áshamri 69.

I. Maður Þórunnar Dóru, (30. maí 1970), var Isidoro Halldór Ruiz Martinez frá Spáni, fiskvinnslumaður, f. 4. janúar 1938, d. 15. mars 2016.
Börn þeirra:
1. Berglind Halla Martinez húsfreyja, f. 23. desember 1967. Hún er ættleid dóttir Halldórs, býr á Spáni. Maður hennar er Juan Manuel Carion.
2. Paloma Ruiz Martinez grunnskólakennari í Reykjavík, f. 8. september 1971. Fyrri maður, skilin, er Jón Óskar Þórhallsson. Síðari maður, skilin, er Jón Pétur Úlfarsson.
3. Sonja Martinez húsfreyja, sjúkraliði, heilsunuddari í Eyjum, f. 9. júní 1974. Maður hennar er Birkir Yngvason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.