Grétar Halldórsson (Kalmanstjörn)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Grétar Halldórsson.

Grétar Halldórsson frá Kalmanstjörn, sjómaður, vélstjóri fæddist þar 8. desember 1952 og lést 19. september 1987.
Foreldrar hans voru Halldór Jónsson frá Garðstöðum, sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976, og kona hans Karólína Ágústa Sveinsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 19. nóvember 1919, d. 26. júní 1984.

Börn Ágústu og Halldórs:
1. Sveinn Gunnþór Halldórsson, f. 2. maí 1938 á Skólavegi 23, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður, kvæntur Þóru Birgit Bernódusdóttur, látin.
2. Gunnar Halldórsson, f. 9. janúar 1940 í Skálholti, vélstjóri, kranabílstjóri, kvæntur fyrr, skildu, Jóhönnu Andersen, síðar Valdísi Magnúsdóttur.
3. Þórunn Dóra Halldórsdóttir, húsfreyja, fiskvinnslukona, sjúkraliði, f. 22. júlí 1948 á Kalmanstjörn, gift Halldóri R. Martinez, látinn.
4. Grétar Halldórsson tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn, sjómaður, vélstjóri, d. 19. september 1987. Kona hans er Guðný Bóel Guðbjartsdóttir.
5. Andvana tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn.

Grétar var með foreldrum sínum í æsku, á Kalmanstjörn og í Byggðarholti 1972.
Hann gerðist sjómaður og vélstjóri, var m.a. háseti á aflaskipinu Gullbergi.
Grétar fórst með skipi frá Kanada, sem hann var skipverji á 1987. Þau Guðný Bóel giftu sig 1976, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Hábæ.

I. Kona Grétars, (6. júní 1976), er Guðný Bóel Guðbjartsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1956.
Börn þeirra:
1. Guðbjartur Grétar Grétarsson bifreiðastjóri langferða bíla, f. 9. október 1973. Ókv.
2. Sigrún Harpa Grétarsdóttir bifreiðastjóri langferðabíla, f. 5. mars 1975. Óg.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.