Þóra Birgit Bernódusdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þóra Birgit Bernódusdóttir.

Þóra Birgit Bernódusdóttir frá Borgarhól, húsfreyja, fiskvinnslu- og netagerðarkona, klinikdama fæddist 8. desember 1942 í London og lést 26. janúar 2013 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hennar voru Bernódus Þorkelsson frá Sandprýði, vélstjóri, skipstjóri, f. 3. júní 1920, d. 11. febrúar 1957, og kona hans Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir, f. 22. desember 1919 á Strönd, d. 8. september 2003.

Börn Aðalheiðar og Bernódusar:
1. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
2. Þorkell Birgir Bernódusson, f. 14. nóvember 1939 á Haukfelli, d. 1943 úr berklum.
3. Elínborg Bernódusdóttir húsfreyja, fiskverkakona í Eyjum, f. 4. desember 1940 í London.
4. Þóra Birgit Bernódusdóttir húsfreyja, verkakona, klinikdama í Eyjum, f. 8. desember 1942 í London, d. 26. janúar 2013.
5. Aðalbjörg Jóhanna Bernódusdóttir húsfreyja, útgerðarmaður í Eyjum, f. 28. júní 1944 í London.
6. Birgir Bernódusson stýrimaður, f. 4. apríl 1946 að Faxastíg 11, fórst með v/b Ver 1. mars 1979.
7. Helgi Bernódusson cand. mag. í íslensku og almennum málvísindum, skrifstofustjóri Alþingis, f. 6. ágúst 1949 á Borgarhól.
8. Jón Einarsson Bernódusson skipaverkfræðingur, forstöðumaður skipasviðs Siglingamálastofnunar, f. 18. febrúar 1952 á Sjúkrahúsinu.
9. Þuríður Bernódusdóttir húsfreyja, þjónustufulltrúi, f. 13. nóvember 1954 á Sjúkrahúsinu.
Börn Aðalbjargar og Magnúsar Magnússonar, síðari manns hennar:
10. Jóhannes Þórarinsson, f. 1. nóvember 1959. Hann varð kjörbarn Ásu Bergmundsdóttur systur Aðalbjargar, f. 2. maí 1926, d. 28. nóvember 2004, og Þórarins Kristjánssonar sjómanns, kaupmanns, f. 13. júní 1920, d. 11. janúar 1983.
11. Elín Helga Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Eyjum og Reykjavík, f. 16. september 1963.

Faðir Þóru Birgitar lést, er hún var fjórtán ára.
Að skyldunámi loknu byrjaði hún að vinna fyrir sér. Hún var í vist (heimilishjálp) í Eyjum, í Vík í Mýrdal og víðar, jafnframt því sem hún var stoð og stytta móður sinnar eftir að hún varð ekkja.
Þau Sveinn giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Byggðarholti við fæðingu Ágústu Berg, síðan á Stóru-Heiði við Sólhlíð, en keyptu húsið Brimhólabraut 17 1966 og bjuggu þar síðan nema nokkra mánuði í Gosinu, en þá bjuggu þau í Ölfusborgum.
Samhliða húsmóðurstarfi vann Þóra við fiskvinnslu og netagerð árum saman, en var síðan aðstoðarkona tannlæknis þar til hún varð að hætta störfum vegna veikinda. Þóra var annáluð hannyrðakona.
Þóra Birgit lést 2013.

I. Maður Þóru Birgitar, (26. desember 1961), er Sveinn Gunnþór Halldórsson frá Kalmanstjörn, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, síðar hafnarvörður, f. 2. maí 1938 í Nýhöfn, Skólavegi 23.
Börn þeirra:
1. Ágústa Berg Sveinsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 9. ágúst 1960. Maður hennar Gunnar Árni Vigfússon.
2. Bára Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1962, d. 4. febrúar 2004. Maður hennar Jóhannes K. Steinólfsson. Barnsfaðir hennar Þorlákur Guðmundsson.
3. Bernódus Sveinsson slökkviliðsmaður á Seltjarnarnesi, f. 19. júní 1971. Kona hans Kristín Björg Kristjánsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.