„Jón Guðmundsson (Bergi)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Jón Guðmundsson (Bergi)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 50: | Lína 50: | ||
*Íslendingabók.is. | *Íslendingabók.is. | ||
*Garður.is.}} | *Garður.is.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Járnsmiðir]] | [[Flokkur: Járnsmiðir]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á Bergi]] | [[Flokkur: Íbúar á Bergi]] |
Útgáfa síðunnar 17. ágúst 2015 kl. 12:16
Jón Guðmundsson járnsmiður á Bergi fæddist 9. desember 1850 í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, og lést í Eyjum 29. maí 1917.
Faðir hans var Guðmundur bóndi í Vallnatúni, f. 12. ágúst 1816, d. 5. nóvember 1886, Gíslason bónda í Bóluhjáleigu í Holtum, Rang., f. 14. maí 1786, d. 2. maí 1858, Gíslasonar bónda í Steinstóft í Þykkvabæ, f. 1834, d. 18. júlí 1821, Jónssonar, og konu Gísla í Steinstóft, Guðríðar húsfreyju, f. 1751, d. 10. október 1823, Jónsdóttur.
Móðir Guðmundar í Vallnatúni og kona Gísla í Bóluhjáleigu var Gunnhildur húsfreyja frá Hrafntóftum í Oddasókn, f. 1792, d. 24. september 1848, Þorkelsdóttir bónda í Meiri-Tungu í Holtum, f. 1768, d. 3. mars 1841, Egilssonar, og konu Þorkels, Sigríðar húsfreyju, f. 1766, d. 25. mars 1846, Gísladóttur.
Móðir Jóns á Bergi og kona Guðmundar í Vallnatúni var Margrét húsfreyja og yfirsetukona, f. 14. maí 1822, d. 29. desember 1908, Jónsdóttir bónda í Vallnatúni 1835, f. 17. ágúst 1788, d. 30. mars 1855, Einarssonar bónda í Vallnatúni 1801, f. 1764, Jónssonar, og konu Einars í Vallnatúni, Margrétar húsfreyju, f. 1759, Jónsdóttur.
Móðir Margrétar yfirsetukonu og kona Jóns Einarssonar var Arnbjörg húsfreyja, f. 20. ágúst 1790 í Vallnatúni, d. 16. apríl 1852, Auðunsdóttir bónda í Vallnatúni og Varmahlíð, f. um 1759, Guðmundssonar, og óþekktrar konu.
I. Barnsmóðir Jóns á Bergi var Sigurlaug vinnukona víða, en síðast í Hraunkoti í Landbroti, f. 14. janúar 1857, d. 2. september 1899, Þorleifsdóttir bónda, síðast í Jórvík (Jórvíkurhryggjum) í Álftaveri, f. 18. október 1817 í Mörtungu á Síðu, d. 18. júní 1902 á Brekkum í Mýrdal, Eyjólfssonar bónda, síðast í Mörtungu, f. 1774, d. 7. janúar 1819 í Mörtungu, Þórarinssonar bónda í Mörtungu, f. 1742, d. 8. júlí 1823 í Skál á Síðu, Ísleikssonar, og konu Þórarins, Þóru húsfreyju, f. 1736, d. 7. maí 1819, Eyjólfsdóttur.
Móðir Þorleifs í Jórvík og kona Eyjólfs í Mörtungu var Anna húsfreyja, f. 1776, d. 12. febrúar 1829 í Mörtungu, Oddsdóttir bónda, meðhjálpara og hreppstjóra lengst á Seglbúðum í Landbroti, f. 1741, d. 14. október 1797 í Eystra-Hrauni þar, Bjarnasonar, og konu Odds, Guðlaugar húsfreyju, f. 1750, d. 24. maí 1803 á Eystra-Hrauni, Björnsdóttur.
Móðir Sigurlaugar í Hraunkoti og kona Þorleifs í Jórvíkurhrygg var Kristín yngri, húsfreyja, f. 29. október 1826 á Flögu í Skaftártungu, d. 16. júní 1890 á Ketilsstöðum í Mýrdal, Vigfúsdóttir bónda á Svartanúpi og Flögu í Skaftártungu, f. 1797 á Borgarfelli, drukknaði í Hólmsá 3. nóvember 1863, Bótólfssonar bónda á Borgarfelli í Skaftártungu, f. 1752, d. 1803 á Borgarfelli, Jónssonar, og konu Bótólfs, Kristínar húsfreyju, f. 1765 á Ljótarstöðum í Skaftártungu, d. 7. mars 1817 í Gröf þar, Ísleifsdóttur.
Móðir Kristínar í Jórvíkurhrygg og fyrri kona Vigfúsar á Svartanúpi var Guðrún húsfreyja, f. 1792 í Hrífunesi í Skaftártungu, d. 10. febrúar 1849 á Flögu þar, Árnadóttir bónda í Hrífunesi í Skaftártungu, f. 1741 á Herjólfsstöðum í Álftaveri, d. 16. júní 1811 í Hrífunesi, Árnasonar, og konu Árna í Hrífunesi, Kristínar húsfreyju, f. 1758, d. 17. júní 1811, Sigurðardóttur.
Jón var vinnumaður og lausamaður u. Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hann fluttist til Eyja 1904 og vann við járnsmíðar. Við manntal 1910 var hann leigjandi á Bergi.
Börn og nokkrir fleiri afkomendur Jóns og Sigurlaugar Þorleifsdóttur:
I. Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Litlabæ, f. 19. apríl 1885, d. 17. september 1943, gift Ólafi Ástgeirssyni.
II. Margrét Jónsdóttir, f. 1877, húsmóðir á Suður-Fossi í Mýrdal, gift Skafta Gíslasyni bónda.
Meðal barna þeirra voru:
1. Sigríður Skaftadóttir húsfreyja, kona Guðlaugs Br. Jónssonar kaupmanns. Þau voru foreldrar Þorgríms Guðlaugssonar, f. 27. september 1921, d. 12. mars 1976.
2. Ragnhildur Skaftadóttir, f. 8. febrúar 1904, d. 12. október 1939, móðir
a) Grétars Skaftasonar skipstjóra, f. 26. október 1926, drukknaði 5. nóvember 1968.
b) Rúdólfs Pálssonar Oddgeirssonar, f. 7. október 1931.
3. Kristín Skaftadóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1906, d. 10. apríl 1992, kona Runólfs Jóhannssonar formanns og skipasmíðameistara í Ólafsvík við Hilmisgötu, f. 4. október 1898, d. 4. ágúst 1969.
Börn þeirra:
a) Rebekka Runólfsdóttir, f. 31. janúar 1925, d. 30. janúar 1978.
b) Guðrún Gréta Runólfsdóttir, f. 5. desember 1928.
c) Guðlaug Kristin Runólfsdóttir, f. 6. september 1931.
d) Þóra Runólfsdóttir, f. 8. október 1936, d. 8. mars 1984.
e) Jóhann Runólfsson, f. 16. október 1944.
4. Ísey Skaftadóttir húsfreyja, f. 13. mars 1911, d. 6. júní 1987, kona Sigurmundar Runólfssonar verkstjóra, f. 4. ágúst 1904, d. 16. febrúar 1974.
Börn þeirra:
a) Heiðmundur Sigurmundsson, f. 23. febrúar 1935, d. 13. júlí 2010.
b) Sólólfur Sigurmundsson, f. 9. apríl 1936, d. 7. október 1943.
c) Ingólfur Sigurmundsson, f. 24. desember 1939.
d) Arnar Sigurmundsson, f. 19. nóvember 1943.
e) Guðjón Róbert Sigurmundsson, f. 13. september 1948, d. 8. desember 2012.
5. Margrét Skaftadóttir Scheving húsfreyja, f. 29. júlí 1912, d. 2. nóvember 2009, kona Sigurðar Scheving bankamanns, f. 9. apríl 1910, d. 10. nóvember 1977.
Börn þeirra:
a) Edda Scheving, f. 19. febrúar 1936, d. 14. júlí 2002.
b) Birgir Kristinn Scheving, f. 21. maí 1937, d. 26. júní 2003.
c) Baldur Sveinn Scheving, f. 31. október 1938.
d) Gylfi Guðmundur Scheving, f. 6. janúar 1940.
e) Knútur Örn Scheving, f. 14. júní 1945.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
- Garður.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.