Heiðmundur Sigurmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Heiðmundur Sigurmundsson.

Heiðmundur Sigurmundsson (Henni) frá Mundahúsi við Vestmannabraut 25, bakari, heildsali, hótelrekandi fæddist þar 23. febrúar 1935 og lést 13. júlí 2010.
Foreldrar hans voru Sigurmundur Runólfsson verkamaður, verstjóri, f. 4. ágúst 1904, d. 16. febrúar 1974 og kona hans Ísey Skaftadóttir húsfreyja, f. 13. mars 1911, d. 6. júní 1987.

Börn Íseyjar og Sigurmundar:
1. Heiðmundur Sigurmundsson bakari, heildsali, hótelrekandi, f. 23. febrúar 1935 á Vestmannabraut 25, d. 13. júlí 2010.
2. Sólólfur Sigurmundsson, f. 9. apríl 1936 á Vestmannabraut 25, d. 7. október 1943.
3. Ingólfur Sigurmundsson húsasmíðameistari, f. 24. desember 1939 á Vestmannabraut 25, d. 20. ágúst 2013.
4. Arnar Sigurmundsson framkvæmdastjóri, f. 19. nóvember 1943 á Vestmannabraut 25.
5. Guðjón Róbert Sigurmundsson húsasmíðameistari, f. 13. september 1948 á Vestmannabraut 25, d. 8. desember 2012.

Heiðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði bakaraiðn hjí Magnúsi Bergssyni og tók sveinspróf í febrúar 1956, lærði kökugerð í Danmörku 1956.
Heiðmundur vann í Magnúsarbakaríi þangað til í maí 1961. Hann hóf verslunarrekstur í eigin fyrirtæki 1961, stofnaði hlutafélagið H. Sigurmundsson h.f. 10. desember 1966 og vann þar til dánardægurs ásamt fjölskyldu sinni. Hann byggði einnig upp Hótel Þórshamar og rak það í 17 ár.
Heiðmundur sat í stjórn Herjólfs h.f. frá stofnun.
Þau Guðrún giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Helgafellsbraut 19, en í húsi sínu að Höfðavegi 3 frá 1958 til 1997. Síðast bjuggu þau Guðrún að Skólavegi 2.
Heiðmundur lést 2010. Guðrún býr að Skólavegi 2.

Heiðmundur, Guðrún og börn.

I. Kona Heiðmundar, (1. apríl 1956), er Guðrún Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunar- og hótelrekandi, f. 12. ágúst 1935 á Oddsstöðum.
Börn þeirra:
1. Jóhann Óskar Heiðmundsson, f. 11. maí 1956. Kona hans Unnur Ósk Ármannsdóttir.
2. Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson, f. 14. mars 1959. Kona hans Gerður Garðarsdóttir.
3. Sigrún Jónasína Heiðmundsdóttir, f. 24. mars 1961. Maður hennar Tryggvi Kristinn Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.