„Þóra Magnúsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 8: Lína 8:
3. [[Þóra Magnúsdóttir (hjúkrunarfræðingur)|Þóra Magnúsdóttir]] húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 13. apríl 1930. Maður hennar [[Kristinn Pálsson (skipstjóri)|Kristinn Pálsson]], látinn.<br>
3. [[Þóra Magnúsdóttir (hjúkrunarfræðingur)|Þóra Magnúsdóttir]] húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 13. apríl 1930. Maður hennar [[Kristinn Pálsson (skipstjóri)|Kristinn Pálsson]], látinn.<br>
4. [[Júlíus Magnússon|Júlíus Gísli Magnússon]] útgerðarmaður, f. 7. júlí 1938, d. 28. október 1968. Kona hans [[Þórunn Gunnarsdóttir (Horninu)|Þórunn Gunnarsdóttir]].<br>
4. [[Júlíus Magnússon|Júlíus Gísli Magnússon]] útgerðarmaður, f. 7. júlí 1938, d. 28. október 1968. Kona hans [[Þórunn Gunnarsdóttir (Horninu)|Þórunn Gunnarsdóttir]].<br>
5. [[Halldór Magnússon (Tungu)|Halldór Sigurður Magnússon]] bankastarfsmaður, fulltrúi, f. 30. apríl 1942. Kona hans Kristín Bjarnadóttir.         
5. [[Halldór Magnússon (Tungu)|Halldór Sigurður Magnússon]] bankastarfsmaður, forstöðumaður, f. 30. apríl 1942. Kona hans Kristín Bjarnadóttir.         


Þóra var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hennar lést, er Þóra var á þrettánda árinu.<br>
Þóra var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hennar lést, er Þóra var á þrettánda árinu.<br>

Núverandi breyting frá og með 15. nóvember 2024 kl. 17:38

Þóra Magnúsdóttir.

Þóra Magnúsdóttir frá Tungu, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 13. apríl 1930.
Foreldrar hennar voru Magnús Bergsson bakarameistari, f. 2. október 1898, d. 9. desember 1961, og kona hans Halldóra Valdimarsdóttir Reyndal húsfreyja, f. 9. september 1903, d. 12. júní 1942.

Börn Halldóru og Magnúsar:
1. Dóra Hanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1925, d. 30. júní 2013. Maður hennar Sigmundur Andrésson.
2. Bergur Magnússon, f. 30. september 1927, d. 3. júlí 1942.
3. Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 13. apríl 1930. Maður hennar Kristinn Pálsson, látinn.
4. Júlíus Gísli Magnússon útgerðarmaður, f. 7. júlí 1938, d. 28. október 1968. Kona hans Þórunn Gunnarsdóttir.
5. Halldór Sigurður Magnússon bankastarfsmaður, forstöðumaður, f. 30. apríl 1942. Kona hans Kristín Bjarnadóttir.

Þóra var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hennar lést, er Þóra var á þrettánda árinu.
Þóra varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1947, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1952, sérnámi í skurðhjúkrun á Landspítalanum 1975.
Hún var hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið í Eyjum frá október 1952 - desember 1953, við Heilsuverndarstöðina í Eyjum 1. janúar 1969 - 31. maí 1971, á Læknastofum í Eyjum maí 1971 - desember 1972.
Þóra vann við Borgarspítalann frá febrúar 1973 - maí 1974, við Landspítalann 1974 - júní 1976.
Hún vann á skurðstofu og handlækningadeild Sjúkrahússins í Eyjum frá október 1976 - 1992, síðan hjúkrunarfræðingur við lyflæknisdeildina til 1995, er hún hætti störfum.
Þóra eignaðist barn með Kristni Níels 1950.
Þau Kristinn Pálsson giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn og Kristinn varð kjörfaðir Magnúsar barns Þóru. Þau bjuggu í fyrstu í Tungu við Heimagötu 4, þá á Kirkjubæjarbraut 6, við Birkihlíð 14, síðast í Sólhlíð 21.
Kristinn lést árið 2000.
Þóra býr í Baldurshaga við Vesturveg 5.

I. Barnsfaðir Þóru var Kristinn Níels Þórarinsson, síðar í Kanada, f. 21. júlí 1928 á Búðareyri við Reyðarfjörð, d. 16. apríl 2010. Foreldrar hans voru Þórarinn Björnsson sjómaður, útgerðarmaður, síðar kaupmaður í Reykjavík, f. 20. september 1885, d. 18. nóvember 1960, og kona hans Pálína Friðrikka Þorsteinsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja, f. 3. ágúst 1895, d. 13. september 1970. Móðir hennar var Kristín Sighvatsdóttir, síðar Vestanhafs.
Barn þeirra:
Magnús Kristinsson (sjá neðar)

II. Maður Þóru, (25. desember 1953), var Jóhann Kristinn Pálsson frá Þingholti, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926, d. 4. október 2000.
Börn þeirra:
1. Magnús Kristinsson útgerðarmaður, framkvæmdastjóri, kjörbarn Kristins, f. 3. desember 1950 í Eyjum. Kona hans Sigfinna Lóa Skarphéðinsdóttir.
2. Jóna Dóra Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, hjúkrunarforstjóri, f. 25. september 1954. Barnsfaðir hennar Guðmundur Sigurgeirsson. Maður hennar Björgvin Þorsteinsson.
3. Bergur Páll Kristinsson skipstjóri, f. 6. janúar 1960. Kona hans Hulda Karen Róbertsdóttir.
4. Birkir Kristinsson viskiptafræðingur, bankamaður, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, f. 15. ágúst 1964. Fyrrum sambúðarkona Sigrún Bryndís Björnsdóttir. Sambúðarkona hans Ragnhildur Gísladóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.