Bergur Páll Kristinsson
Bergur Páll Kristinsson, skipstjóri, síðar stýrimaður á Herjólfi fæddist 6. janúar 1960.
Foreldrar hans Kristinn Pálsson frá Þingholti, skipstjóri, útgerðarmaður, og kona hans Þóra Magnúsdóttir frá Tungu, hjúkrunarfræðingur, f. 13. apríl 1930.
Börn Kristins og Þóru eru:
- Magnús Kristinsson, maki Lóa Skarphéðisdóttir.
- Jóna Dóra Kristinsdóttir, maki Björgvin Þorsteinsson.
- Bergur Páll Kristinsson, maki Hulda Karen Róbertsdóttir.
- Birkir Kristinsson, maki Ragnhildur Gísladóttir.
Þau Hulda Karen giftu sig, eignuðust tvö börn og Hulda átti eitt barn áður. Þau bjuggu í Eyjum, búa nú í Hafnarfirði.
I. Kona Bergs Páls er Hulda Karen Róbertsdóttir, frá Ytri-Njarðvík, húsfreyja, kennari, f. 23. janúar 1960. Foreldrar hennar Robert Linwood Scribner, frá Boston, f. 18. febrúar 1924, d. 15. ágúst 1998, og Áslaug Karlsdóttir, f. 7. ágúst 1930, d. 16. september 2015.
Börn þeirra:
1. Áslaug Dís Bergsdóttir, f. 22. maí 1990.
2. Þóra Kristín Bergsdóttir, f. 10. október 1996.
Barn Huldu og fósturbarn Bergs:
3. Dúi Grímur Sigurðsson, f. 31. desember 1980.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bergur Páll.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.