Dóra Hanna Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Dóra Hanna Magnúsdóttir.

Dóra Hanna Magnúsdóttir frá Tungu, húsfreyja fæddist þar 27. júní 1925 og lést 30. júní 2013 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Magnús Bergsson bakarameistari, f. 2. október 1898, d. 9. desember 1961, og kona hans Halldóra Valdimarsdóttir Reyndal húsfreyja, f. 9. september 1903, d. 12. júní 1942.

Börn Halldóru og Magnúsar:
1. Dóra Hanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1925, d. 30. júní 2013. Maður hennar Sigmundur Andrésson.
2. Bergur Magnússon, f. 30. september 1927, d. 3. júlí 1942.
3. Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 13. apríl 1930. Maður hennar Kristinn Pálsson, látinn.
4. Júlíus Gísli Magnússon útgerðarmaður, f. 7. júlí 1938, d. 28. október 1968. Kona hans Þórunn Gunnarsdóttir.
5. Halldór Sigurður Magnússon bankastarfsmaður, fulltrúi, f. 30. apríl 1942. Kona hans Kristín Bjarnadóttir.

Dóra Hanna var með foreldrum sínum í bernsku, en móðir hennar lést 1942.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1941, hóf nám í Verslunarskóla Íslands, en þurfti að hætta námi vegna heimilisaðstæðna, er móðir hennar lést.
Dóra Hanna annaðist heimili föður síns næstu árin og vann að auki við bakarí föður síns og síðar bakarí þeirra Sigmundar.
Þau keyptu reksturinn 1957, ráku síðar bakarí við Vestmannabraut 37, en þar var áður húsið Gunnarshólmi.
Þau Sigmundur giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Tungu, en síðan á Vestmannabraut 37, bjuggu skamma stund á Eyrarbakka við Gos. Að síðustu dvöldu þau í Hraunbúðum.

I. Barnsfaðir Dóru var Sigurður Sverrir Jónsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 23. apríl 1913 á Krossi í Beruneshreppi, S.-Múl., d. 29. maí 2001.
Barn þeirra:
1. Dóra Bergs Sigmundsdóttir, (sjá neðar).

II. Maður Dóru Hönnu, (2. október 1947), var Sigmundur Andrésson frá Eyrarbakka, bakarameistari, f. 20. ágúst 1922, d. 16. nóvember 2016.
Börn þeirra:
1. Dóra Bergs Sigmundsdóttir kjördóttir Sigmundar, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, verslunarmaður, ræstitæknir f. 6. nóvember 1944, d. 27. janúar 2018. Maður hennar Sigmar Magnússon.
2. Bergur Magnús Sigmundsson bakarameistari, f. 5. desember 1947. Barnsmæður hans Guðrún Fanney Júlíusdóttir og Vilborg Gísladóttir.
3. Andrés Sigmundsson bakarameistari, bæjarfulltrúi, f. 11. desember 1949. Fyrrum kona hans Hrafnhildur Ástþórsdóttir. Fyrrum kona hans Þuríður Freysdóttir.
4. Óskar Sigmundsson framkvæmdastjóri í Þýskalandi, f. 7. maí 1964. Kona hans Oddný Huginsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.