Pálína Friðrikka Þorsteinsdóttir
Friðrikka Pálína Þorsteinsdóttir húsfreyja fæddist 3. ágúst 1895 að Krossstekk í Mjóafirði og lést 13. september 1970.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Sigurðsson, þá á Nesi í Norðfirði, f. 1877, d. 8. desember 1903, og Kristín Sighvatsdóttir vinnukona, síðar í Vesturheimi, f. 24. maí 1869.
Pálína var hjú á Jaðri 1910, í Vinaminni 1912, bjó með Þórarni á Skjaldbreið 1913.
Þau Þórarinn giftu sig í desember 1913, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári þess. Þau bjuggu í Gröf á Búðareyri í Reyðarfirði 1914, í Sjólyst þar 1915, húsfreyja á Ósi þar 1915, Odda þar 1927-1946.
Þau fluttu 1946, bjuggu síðast á Ljósvallagötu 12 í Reykjavík.
Þórarinn lést 1960.
Pálína bjó síðast á Þelamörk 32 í Hveragerði. Hún lést 1970.
I. Maður Pálínu Friðrikku, (20. desember 1913 í Eyjum), var Þórarinn Björnsson þá sjómaður á Skjaldbreið, síðar útgerðarmaður á Búðareyri og kaupmaður í Reykjavík, f. 20. september 1885 í Stuðlum á Norðfirði, d. 18. nóvember 1960. Foreldrar hans voru Björn eldri Þorleifsson bóndi á Stuðlum, f. 1832, d. 9. febrúar 1897, og kona hans Björg Marteinsdóttir húsfreyja, f. 1854.
Börn:
1. Björg Karólína Þórarinsdóttir, f. 13. október 1915, d. 15. janúar 1916.
2. Unnur Þórarinsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 14. ágúst 1918, d. 4. apríl 2001. Maður hennar Þórarinn Skarphéðinsson.
3. Sigríður Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1921, d. 12. ágúst 2012. Maður hennar Stefán Einarsson.
4. Guðgeir Þórarinsson klæðskeri, einn af stofnendum Herrahússins, f. 13. september 1923, d. 29. ágúst 2006. Fyrrum kona hans Þórunn Halldórsdóttir. Kona hans Sigríður Gestsdóttir.
5. Kristinn Níels Þórarinsson, síðar í Kanada, skrifstofumaður, f. 21. júlí 1928, d. 16. apríl 2010. Kona hans Lillian Jonasson. Barnsmóðir hans Þóra Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.