Lóa Skarphéðinsdóttir (hjúkrunarfræðingur)
Sigfinna Lóa Skarphéðinsdóttir úr Reykjavík, hjúkrunarfræðingur, framhaldsskólakennari fæddist þar 19. júlí 1951.
Faðir hennar var Skarphéðinn starfsmaður hjá véladeild Sambands íslenskra samvinnufélaga, f. 17. maí 1922 á Hólslandi í Eyjahreppi (nú í Miklaholtshreppi) á Snæfellsnesi, d. 7. september 1984, Kristjáns Jóhanns Páls Pálssonar bónda á Hólslandi f. 25. ágúst 1880 á Barðastöðum í Staðarsveit á Snæf., d. 21. október 1962 og konu Kristjáns Danfríðar húsfreyju, f. 25. júní 1884 á Gröf í Breiðavík á Snæf., d. 17. ágúst 1958, Brynjólfsdóttur.
Móðir Lóu var Ágústa húsfreyja, f. 1. nóvember 1921 á Eiríksbakka í Biskupstungum, d. 17. desember 2013, Guðjóns bónda á Eiríksbakka, f. 27. júlí 1890 í Efra Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, d. 2. október 1966, Eyjólfssonar og konu hans Ingibjargar Júlíönu húsfreyju, f. 7. júlí 1884 í Miðdalskoti í Laugardal, Grímsnesi, d. 16. desember 1933, Ingvarsdóttur.
Lóa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Vogaskóla í Reykjavík 1968, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í september 1972, fékk kennararéttindi í Kennaraháskólanum 1999.
Lóa var hjúkrunarfræðingur á handlæknisdeild Landspítalans í september til nóvember 1972, á geðdeild Barnaspítala Hringsins apríl 1973-desember 1973, á læknastofu í Domus Medica febrúar 1974-júlí 1974.
Hún var hjúkrunarfræðingur á lyflæknisdeild Sjúkrahússins í Eyjum frá 15. febrúar 1975-1. maí 1978, deildarstjóri þar 1. október-31. október 1978, hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild þar 1. nóvember 1978-28. febrúar 1981, ellideild 1. júní-31. ágúst 1983 og 1. október 1983–1. maí 1985.
Lóa var skólahjúkrunarfræðingur í Eyjum frá 1990-1999 og skólahjúkrunarfræðingur og kennari á sjúkraliðabraut við Framhaldsskólann í Eyjum til 2005.
Lóa sat í stjórn Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins frá 1977.
Þau Magnús giftu sig 1972, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjubæjarbraut 6, síðar við Búhamri 11.
I. Maður Sigfinnu Lóu, (22. júlí 1972), er Magnús Kristinsson útgerðarmaður, f. 3. desember 1950 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Þóra Magnúsdóttir öryrki, f. 4. mars 1973, ógift.
2. Elfa Ágústa Magnúsdóttir leikskólakennari, skrifstofustjóri, f. 26. janúar 1974. Maður hennar Arnar Richardsson.
3. Héðinn Karl Magnússon stýrimaður, f. 27. nóvember 1980. Kona hans Donna Ýr Kristinsdóttir.
4. Magnús Berg Magnússon viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri í Kaupmannahöfn, f. 25. maí 1986. Kona hans Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Lóa.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.