„Gísli Steingrímsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Gísli Steingrímsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 21. desember 2023 kl. 14:54
Gísli Steingrímsson var fæddur 5. ágúst 1934 og lést 3. janúar 2023. Foreldrar hans voru Steingrímur Benediktsson og Hallfríður Kristjánsdóttir. Hann bjó í húsinu Arnarfelli við Skólaveg.
Frekari umfjöllun
Gísli Steingrímsson málarameistari fæddist 5. ágúst 1934 í Ljósheimum við Hvítingaveg 6 og lést 3. janúar 2023.
Foreldrar hans voru Steingrímur Benediktsson frá Sauðárkróki, kennari, skólastjóri, f. 20. maí 1901, d. 23. nóvember 1971, og kona hans Hallfríður Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Ytri-Másstöðum í Svarfaðardal, húsfreyja, f. 14. desember 1899, d. 24. mars 1967.
Börn Hallfríðar og Steingríms:
1. Benedikt Kristján Steingrímsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 14. júlí 1926, d. 1. júlí 1995.
2. Björg Steingrímsdóttir, f. 14. mars 1928, d. 25. maí 1929.
3. Páll Steingrímsson kennari, kvikmyndagerðarmaður, myndlistarmaður, f. 25. júlí 1930, d. 11. nóvember 2016.
4. Jón Helgi Steingrímsson tónlistarmaður, f. 25. janúar 1932, d. 31. janúar 1951.
5. Gísli Steingrímsson málarameistari, f. 5. ágúst 1934, d. 3. janúar 2023.
6. Svavar Steingrímsson pípulagningameistari, húsvörður, f. 24. maí 1936.
7. Bragi Steingrímsson plötusmiður, f. 1. janúar 1944.
Gísli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1951, lærði málaraiðn hjá Gísla Brynjólfssyni og í Iðnskólanum, lauk sveinsprófi 1968, fékk meistarabréf 1973.
Gísli var sjómaður, lenti m.a. í hrakningum, er síldarbáturinn Bergur VE 44 sökk undan Jökli 6. desember 1862. Hann vann málarastörf í Eyjum.
Hann ferðaðist um heiminn með Ragnari Jóhannessyni, lenti í ýmsum ævintýrum. Frá þessu segir í bók hans ,,Níu líf Gísla Steingrímssonar ævintýramanns úr Eyjum“, rituð af Sigmundi Erni Rúnarssyni, gefin út af Veröld (forlagi) 2018.
Þau Erla giftu sig 1957, eignuðust sex börn og Erla átti eitt barn áður. Þau bjuggu á Arnarfelli við Skólaveg 29.
Gísli lést 3. janúar og Erla 29. nóvember 2023.
I. Kona Gísla, (24. október 1957), var Erla Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1932, d. 29. nóvember 2023. Foreldrar hennar voru Jóhann Friðrik Jónsson bóndi, sjómaður og útgerðarmaður í Hauganesi á Árskógsströnd, f. 10. maí 1899, d. 4. október 1974, og kona hans Málfríður Baldvinsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1901, d. 12. mars 1995.
Börn þeirra:
1. Heba Gísladóttir, f. 10. september 1957.
2. Jón Helgi Gíslason, f. 20. maí 1959.
3. Jóhann Gíslason, f. 10. apríl 1960.
4. Halla Gísladóttir, f. 1. febrúar 1963.
5. Ragnar Gíslason, f. 15. desember 1966.
6. Rósalind Gísladóttir, f. 6. apríl 1971.
Barn Erlu með Jóni Þorgilssyni:
7. Sigfríð Gísladóttir, f. 21. febrúar 1952.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Google.
- Íslendingabók.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.