Jón Steingrímsson (tónlistarmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Helgi Steingrímsson, tónlistarmaður fæddist 25. janúar 1932 og fórst 31. janúar 1951.
Foreldrar hans voru Steingrímur Benediktsson frá Sauðárkróki, kennari, skólastjóri, f. 20. maí 1901, d. 23. nóvember 1971, og kona hans Hallfríður Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Ytri-Másstöðum í Svarfaðardal, húsfreyja, f. 14. desember 1899, d. 24. mars 1967.

Börn Hallfríðar og Steingríms:
1. Benedikt Kristján Steingrímsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 14. júlí 1926, d. 1. júlí 1995.
2. Björg Steingrímsdóttir, f. 14. mars 1928, d. 25. maí 1929.
3. Páll Steingrímsson kennari, kvikmyndagerðarmaður, myndlistarmaður, f. 25. júlí 1930, d. 11. nóvember 2016.
4. Jón Helgi Steingrímsson tónlistarmaður, f. 25. janúar 1932, d. 31. janúar 1951.
5. Gísli Steingrímsson málarameistari, f. 5. ágúst 1934, d. 3. janúar 2023.
6. Svavar Steingrímsson pípulagningameistari, húsvörður, f. 24. maí 1936.
7. Bragi Steingrímsson plötusmiður, f. 1. janúar 1944.

Jón Helgi fórst með flugvélinni Glitfaxa 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.