Hallfríður Kristjánsdóttir (Ljósheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hallfríður Ingibjörg Kristjánsdóttir.

Hallfríður Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Ytri-Másstöðum í Svarfaðardal, húsfreyja fæddist 14. desember 1899 og lést 24. mars 1967.
Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson bóndi, f. 15. janúar 1865, d. 27. maí 1905, og kona hans Guðrún Stefanía Hallsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1862, d. 7. apríl 1937. Fósturforeldrar hennar voru Gísli Jónsson bóndi, járn- og trésmiður á Hofi í Svarfaðardal, f. 11. október 1869, d. 8. janúar 1964, og kona hans Ingibjörg Aðalrós Þórðardóttir húsfreyja, f. 29. september 1869, d. 28. janúar 1952.

Hallfríður var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést 1905. Hún fór í fóstur til hjónanna á Hofi í Svarfaðardal, var hjá þeim til fullorðinsára.
Þau Steingrímur giftu sig 1925, fluttu til Eyja 1929. Þau eignuðust sjö börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári þess.. Þau bjuggu í Heiðarbýli við Brekastíg 6 1930, byggðu húsið Ljósheima við Hvítingaveg 6 og bjuggu þar.
Hallfríður lést 1967, og Steingrímur 1971.

I. Maður Hallfríðar, (20. maí 1925 í Svarfaðardal), var Steingrímur Benediktsson kennari, skólastjóri, f. 20. maí 1901, d. 23. nóvember 1971.
Börn þeirra:
1. Benedikt Kristján Steingrímsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 14. júlí 1926, d. 1. júlí 1995.
2. Björg Steingrímsdóttir, f. 14. mars 1928, d. 25. maí 1929.
3. Páll Steingrímsson kennari, kvikmyndagerðarmaður, myndlistarmaður, f. 25. júlí 1930, d. 11. nóvember 2016.
4. Jón Helgi Steingrímsson tónlistarmaður, f. 25. janúar 1932, d. 31. janúar 1951.
5. Gísli Steingrímsson málarameistari, f. 5. ágúst 1934, d. 3. janúar 2023.
6. Svavar Steingrímsson pípulagningamaður, f. 24. maí 1936.
7. Bragi Steingrímsson plötusmiður, f. 1. janúar 1944.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.