Jón Þorgilsson (Grund)
Jón Ingvi Þorgilsson frá Grund, vélstjóri, járnsmiður fæddist 11. janúar 1931 á Hásteinsvegi 15 og lést 9. október 1988.
Foreldrar hans voru Þorgils Guðni Þorgilsson aflestrarmaður, f. 2. desember 1885, d. 30. desember 1965, og kona hans Lára Kristmundsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1896, d. 23. janúar 1957.
Börn Láru og Þorgils voru:
1. Baldur Þorgilsson verslunarmaður, f. 27. febrúar 1921 á Vesturhúsum, d. 1. júní 1985. Kona hans, (skildu), var Rakel Jóhanna Sigurðardóttir.
2. Ari Þorgilsson vélstjóri, tímavörður, f. 12. júlí 1922 á Vesturhúsum, d. 24. ágúst 1981. Kona hans var Þorbjörg Sveinsdóttir.
3. Grétar Þorgilsson skipstjóri, f. 19. mars 1926 á Heiði. Kona hans er Þórunn Pálsdóttir.
4. Jón Þorgilsson vélstjóri, járnsmiður, f. 11. janúar 1931 á Hásteinsvegi 15, d. 19. febrúar 1988. Kona hans var Anna Fríða Stefánsdóttir.
5. Haukur Þorgilsson loftskeytamaður, viðskiptafræðingur, veitingamaður, athafnamaður, f. 23. maí 1938 á Vesturhúsum, d. 23. maí 2014. Kona hans var Ingunn Helga Sturlaugsdóttir.
Jón var með foreldrum sínum í æsku, á Hásteinsvegi 15, á Vesturhúsum, á Sólbergi, Brekastíg 3 og Grund.
Hann lærði vélstjórn og járnsmíði og vann við það.
Jón eignaðist barn með Erlu 1952.
Þau Anna Fríða giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn.
Þau fluttust til Akureyrar og bjuggu þar til 1955, en sneru þá til Eyja og bjuggu þar síðan, á Kirkjubóli og á Grund.
I. Barnsmóðir Jóns var Erla Jóhannsdóttir frá Sandvík á Árskógsströnd, f. 17. maí 1932, d. 29. nóvember 2023. Hún varð kona Gísla Steingrímssonar.
Barn þeirra:
1. Sigfríð Jónsdóttir, f. 21. febrúar 1952 á Sjúkrahúsinu.
II. Kona Jóns Ingva, (16. maí 1953), var Anna Fríða Stefánsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 6. október 1934, d. 25. maí 2005.
Börn þeirra:
2. Stefán Örn Jónsson, f. 27. ágúst 1953. Kona hans er Björk Elíasdóttir.
3. Ragnheiður Lára Jónsdóttir þroskaþjálfi, f. 27. febrúar 1958 á Akureyri. Maður hennar var Karl Harðarson, látinn.
4. Helena Jónsdóttir, skólastjóri, f. 29. júní. 1963. Maður hennar er Jón Bragi Arnarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 1988. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.