„Sigurleif Guðfinnsdóttir (sjúkraliði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 25: Lína 25:
I. Maður Sigurleifar, (26. nóvember 1977), var [[Höskuldur Rafn Kárason|Höskuldur Kárson]] kennari, rennismiður, sjúkraliði, f. 12. maí 1950 á Siglufirði, d. 31. maí 2008.<br>
I. Maður Sigurleifar, (26. nóvember 1977), var [[Höskuldur Rafn Kárason|Höskuldur Kárson]] kennari, rennismiður, sjúkraliði, f. 12. maí 1950 á Siglufirði, d. 31. maí 2008.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Ármann Höskuldsson (lögreglumaður)|Ármann Höskuldsson]] lögregluþjónn, sjúkraflutningamaður á Selfossi, f. 20. október 1977, d. 23. apríl 2023. Barnsmóðir hans Rakel Guðmundsdóttir. Kona hans Bjarnheiður Hauksdóttir.<br>
1. [[Ármann Höskuldsson (sjúkraflutningamaður)|Ármann Höskuldsson]] lögregluþjónn, sjúkraflutningamaður á Selfossi, f. 20. október 1977, d. 23. apríl 2023. Barnsmóðir hans Rakel Guðmundsdóttir. Kona hans Bjarnheiður Hauksdóttir.<br>
2. [[Jónas Höskuldsson]] starfsmaður Securitas, f. 13. mars 1988. Kona hans Kristbjörg Árný Jensen.<br>
2. [[Jónas Höskuldsson]] starfsmaður Securitas, f. 13. mars 1988. Kona hans Kristbjörg Árný Jensen.<br>
Fósturbarn Sigurleifar, barn Höskuldar er<br>
Fósturbarn Sigurleifar, barn Höskuldar er<br>

Útgáfa síðunnar 26. janúar 2024 kl. 17:05

Sigurleif Guðfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, forstöðumaður fæddist 18. nóvember 1956.
Foreldrar hennar voru Guðfinnur Þorgeirsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. nóvember 1926, d. 22. mars 2012, og fyrri kona hans Sigurleif Ólafía Björnsdóttir frá Minna-Núpi, húsfreyja, f. 5. september 1923, d. 26. nóvember 1956 Fósturforeldrar Sigurleifar voru Guðmundur Ármann Böðvarsson frá Ásum, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, myndskeri, f. 19. júlí 1926, d. 5. febrúar 2005, og kona hans Jóna Þuríður Bjarnadóttir frá Haga við Sandgerði, Gull., húsfreyja, ræstitæknir, f. 20. október 1925, d. 8. júlí 1999.

Börn Sigurleifar Ólafíu og Guðfinns:
1. Jakobína Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1947.
2. Hafsteinn Grétar Guðfinnsson sjávarlíffræðingur, f. 5. ágúst 1950.
3. Sigurleif Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1956.
4. Guðfinna Guðfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, starfsmaður LÍN, f. 18. nóvember 1956.

Börn Guðfinns og Valgerðar Helgu:
5. Þorgeir Guðfinnsson bifvélavirki, f. 19. febrúar 1968.
Dætur Valgerðar Helgu og fósturbörn Guðfinns:
6. Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, ræstitæknir á Selfossi, f. 8. ágúst 1953.
7. Lilja Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Kópavogi, f. 14. október 1955.

Móðir Sigurleifar lést eftir fæðingu hennar og Guðfinnu.
Hún fór í fóstur til Ármanns Böðvarssonar og Jónu Þuríðar Bjarnadóttur.
Sigurleif lauk 4. bekkjar gagnfræðaprófi í Laugalækjarskóla í Reykjavík á Gosárinu 1973, varð sjúkraliði 1977.
Hún vann á Hótel Borg og Kópavogshæli í Reykjavík, áður en hún fór í sjúkraliðanámið, sneri heim 1977 og vann á Sjúkrahúsinu til ársins 1988. Þá vann hún á leikskólanum Rauðagerði og annaðist þar fatlað barn. Hún vann þá í Hraunbúðum og veitti forstöðu vinnu á dagdeild aldraðra til 2013, er hún réðst til Sólheima í Grímsnesi, vann þar til ársins 2015. Sigurleif hefur nú verið sjúkraliði í Hraunbúðum frá 2016.
Þau Höskuldur giftu sig 1977, eignuðust tvö börn. Auk þess var Kári sonur Höskuldar hjá þeim. Þau bjuggu í Lambhaga við Vesturveg 19, í Hrauntúni 41 og Vallargötu 14
Höskuldur lést 2008. Sigurleif býr við Hásteinsveg 64.

I. Maður Sigurleifar, (26. nóvember 1977), var Höskuldur Kárson kennari, rennismiður, sjúkraliði, f. 12. maí 1950 á Siglufirði, d. 31. maí 2008.
Börn þeirra:
1. Ármann Höskuldsson lögregluþjónn, sjúkraflutningamaður á Selfossi, f. 20. október 1977, d. 23. apríl 2023. Barnsmóðir hans Rakel Guðmundsdóttir. Kona hans Bjarnheiður Hauksdóttir.
2. Jónas Höskuldsson starfsmaður Securitas, f. 13. mars 1988. Kona hans Kristbjörg Árný Jensen.
Fósturbarn Sigurleifar, barn Höskuldar er
3. Kári Höskuldsson starfsmaður Skipalyftunnar, öryrki, f. 26. september 1973. Kona hans Guðný Bjarnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.