Guðfinnur Þorgeirsson (Skel)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðfinnur Þorgeirson.

Guðfinnur Þorgeirsson frá Skel sjómaður, vélstjóri, formaður, útgerðarmaður fæddist 20. nóvember 1926 og lést 22. mars 2012.
Foreldrar hans voru Þorgeir Eiríksson formaður, f. 5. ágúst 1886 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, drukknaði 1. mars 1942, og kona hans Ingveldur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1884 á Eyrarbakka, d. 15. september 1936.

Börn Þorgeirs og Ingveldar voru:
1. Hafsteinn Frímann Þorgeirsson, f. 18. maí 1914 á Bólstað, d. 4. júlí 1931.
2. Gunnarína Margrét Þorgeirsdóttir húsfreyja á Hamri, f. 18. janúar 1921 í Skel, d. 19. júní 1990.
3. Guðfinnur Þorgeirsson sjómaður, skipstjóri, f. 20. nóvember 1926 í Skel, d. 22. mars 2012.
Börn Þorgeirs og Unu Jónsdóttur og hálfsystkini Guðfinns voru:
4. Jónína Ólafía Þorgeirsdóttir, f. 5. september 1906 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 5. júlí 1930. Hún var fyrri kona Magnúsar Jónssonar bónda í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, síðar sjómaður, verkamaður í Eyjum og húsvörður í Reykjavík, f. 8. júlí 1901, d. 3. júlí 1986.
5. Ástríður Þorgeirsdóttir húsfreyja á Hrafnabjörgum, f. 19. september 1908 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 28. júní 1929.
6. Sigurbjörg Þorgeirsdóttir, f. 30. desember 1912 í Eyjum, d. 16. maí 1928.
Barn Ingveldar móður Guðfinns var
7. Hjálmtýr Róbert Brandsson sjómaður í Reykjavík, f. 11. nóvember 1908, d. 17. mars 1932. Hann var ættleiddur.

Guðfinnur var með foreldrum sínum í bernsku, en móðir hans lést, er hann var tæpra 10 ára.
Hann var með föður sínum og föðurmóður á Hamri 1940. Faðir hans var formaður á v.b. Þuríði formanni og fórst með honum 1. mars 1942.
Guðfinnur lauk vélstjóranámskeiði 1944 og stýrimannanámskeiði 1963.
Hann var sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, og skipstjóri frá 1965, á v.b. Björgu VE 5 og v.b. Árna í Görðum VE 73.

Þau Sigurleif giftu sig 1948 og byggðu Brimhólabraut 8, eignuðust fjögur börn, þar af tvíbura 1956, en Sigurleif lést eftir fæðingu þeirra.
Tvíburarnir fóru í fóstur til vandamanna.
Guðfinnur bjó síðar með Valgerði Helgu Eyjólfsdóttur frá Hrútafelli u. A-Eyjafjöllum, en hún kom á heimilið ráðskona, en var þá ekkja með tvö börn. Hann eignaðist með henni eitt barn.
Guðfinnur lést 2012.

Guðfinnur átti tvær konur.
I. Fyrri kona hans, (30. desember 1948), var Sigurleif Ólafía Björnsdóttir frá Minni-Núpi, húsfreyja, f. 5. september 1923, d. 26. nóvember 1956.
Börn þeirra:
1. Jakobína Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1947.
2. Hafsteinn Grétar Guðfinnsson lífeðlisfræðingur, f. 5. ágúst 1950.
3. Sigurleif Guðfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 18. nóvember 1956.
4. Guðfinna Guðfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 18. nóvember 1956.

II. Sambýliskona Guðfinns var Valgerður Helga Eyjólfsdóttir frá Hrútafelli u. A-Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. júlí 1934.
Barn þeirra:
5. Þorgeir Guðfinnsson, f. 19. febrúar 1968.
Dætur Valgerðar Helgu og fósturbörn Guðfinns:
6. Helga Guðmundsdóttir, f. 8. ágúst 1953.
7. Lilja Guðný Guðmundsdóttir, f. 14. október 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.