Hafsteinn Grétar Guðfinnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hafsteinn Gréta Guðfinnsson cand. real-sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun fæddist 5. ágúst 1950 á Brimhólabraut 8.
Foreldrar hans voru Guðfinnur Þorgeirsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. nóvember 1926, d. 22. mars 2012, og fyrri kona hans Sigurleif Ólafía Björnsdóttir frá Minni-Núpi, húsfreyja, f. 5. september 1923, d. 26. nóvember 1956.

Börn Sigurleifar Ólafíu og Guðfinns:
1. Jakobína Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1947.
2. Hafsteinn Grétar Guðfinnsson sjávarlíffræðingur, f. 5. ágúst 1950.
3. Sigurleif Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1956.
4. Guðfinna Guðfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, ráðfjafi, f. 18. nóvember 1956.

Börn Guðfinns og Valgerðar Helgu:
5. Þorgeir Guðfinnsson bifvélavirki, f. 19. febrúar 1968.
Dætur Valgerðar Helgu og fósturbörn Guðfinns:
6. Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, ræstitæknir á Selfossi, f. 8. ágúst 1953.
7. Lilja Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Kópavogi, f. 14. október 1955.

Hafsteinn var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en móðir hans lést, er hann var sex ára.
Hann var í fóstri hjá vinum og ættingjum á annað ár, en síðan hjá föður sínum og Valgerði Helgu sambýliskonu hans.
Hafsteinn varð BSc-líffræðingur í Háskóla Íslands 1974 og framhaldsnám þar 1974 -1975. Hann nam við háskólann í Ósló 1976 til 1980 og lauk cand. real-prófi (doktorsprófi) í sjávarlíffræði í janúar 1980.
Hafsteinn vann hjá Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins í Eyjum 1980-1985, vann að gæðamálum hjá Hraðfrystistöðinni 1985-1986, var forstöðumaður útibús Hafrannsóknastofnunar í Eyjum 1986-2000, síðan sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun í Reykjavík.
Þau Hildur giftu sig 1971, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Foldahrauni 38, eignuðust Brimhólabraut 34 og bjuggu þar, uns þau fluttust til Hafnarfjarðar á árinu 2000 og búa þar að Túnhvammi 9.

I. Kona Hafsteins, (28. ágúst 1971), er Hildur Kristjana Oddgeirsdóttir frá Stafnesi, húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 16. mars 1951.
Börn þeirra:
1. Leifur Geir Hafsteinsson BSc-eðlisfræðingur, PhD-vinnusálfræðingur, kennari, mannauðsstjóri Völku, f. 9. mars 1970 í Eyjum. Kona Leifs Jónína Björg Bjarnadóttir.
2. Birgir Hrafn Hafsteinsson tölvunarfræðingur, MBA, deildarstjóri vöruhúsa hjá Distica, f. 29. mars 1976. Kona hans Guðbjörg Birna Björnsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.