Helga Guðmundsdóttir (verslunarmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, ræstitæknir á Selfossi fæddist 8. ágúst 1953 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum.
Foreldrar hennar: Guðmundur Guðjónsson frá Hermundarstöðum í Borgarfirði, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 5. janúar 1929, d. 18. maí 1996, og sambýliskona hans Valgerður Helga Eyjólfsdóttir frá Hrútafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. júlí 1934.
Fósturfaðir Helgu var Guðfinnur Þorgeirsson frá Skel, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. nóvember 1926, d. 22. mars 2012.

Börn Valgerðar og Guðmundar:
1. Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, ræstitæknir á Selfossi, f. 8. ágúst 1953.
2. Lilja Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Kópavogi, f. 14. október 1955.

Börn Guðfinns og Sigurleifar Ólafíu:
3. Jakobína Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1947.
4. Hafsteinn Grétar Guðfinnsson sjávarlíffræðingur, f. 5. ágúst 1950.
5. Sigurleif Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1956.
6. Guðfinna Guðfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, starfsmaður LÍN, f. 18. nóvember 1956.
Barn Valgerðar Helgu og Guðfinns:
7. Þorgeir Guðfinnsson bifvélavirki, f. 19. febrúar 1968.

Helga fluttist með móður sinni til Eyja 1957. Hún varð fjórða bekkjar gagnfræðingur, var fiskverkakona og verslunarmaður, síðar ræstitæknir.
Þau Sigurvin giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 34 til Goss, síðar á Skólavegi 1, á Brekku við Faxastíg, á Vestmannabraut 58b, Helgafellsbraut 25 og síðast á Sóleyjargötu 2.
Þau fluttu til Selfoss 1982 og búa við Eyrarveg.

I. Maður Helgu, (1. desember 1972), er Sigurvin Jensson Sigurvinsson framkvæmdastjóri, verslunarmaður, f. 10. september 1952.
Börn þeirra:
1. Valgerður Una Sigurvinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 20. febrúar 1971. Maður hennar Sigurður Gísli Þorsteinsson.
2. Helena Rut Sigurvinsdóttir húsfreyja, öryrki, f. 2. júlí 1980. Sambýlismaður Árni Sigurður Halldórsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]